Jæja, allt er þegar þrennt er. Ætlaði að senda þetta inn í gær, en nei, þá virkaði það ekki…En allavegana, ákvað að ríða á vaðið og vera fyrst til að senda eitthvað inn á þennan snilldarkubb. Sendi þetta inn fyrir nokkru síðan þegar Karat var víst í fríi, og því var henni hafnað af einhverjum öðrum. En til að skýra uppruna þessarar kenningar, þá varð hún til eftir að þáttur 215 (15. þáttur í 2. seríu) var sýndur úti í Bandaríkjunum. Nokkrar mjög svo glöggar stelpur á þræði sem snýst um...