Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Maos
Maos Notandi frá fornöld 156 stig

Kvikmyndahátíð Noregi - viltu vera með?? (6 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Komið þið sæl kvikmyndaáhugafólk! Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei komið hingað á þetta áhugamál áður, en ég ákvað að skrifa grein hér því að ég helda að ég sé með svolítið áhugavert fyrir ykkur! Í byrjn september verður haldin kvikmynahátíð í Tromso í Noregi. Ennþá eru um 17 pláss laus fyrir áhugsamt ungt fólk sem vill taka þátt í hátíðinni! Þetta er ekki bara venjuleg kvikmyndahátíð heldur er hún jafnt fyrir þá reyndu sem óreyndu! Það mikilvægasta er að hafa áhuga! Þegar hópurinn...

Ekki segja frá eftir Írisi Antiu Hafsteinsdóttur (15 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þegar ég rakst á þessa bók á bókasafninu vissi ég ekkert hvað biði mín. Ég hafði ekki heyrt talað um hana fyrir jólin eða í fjölmiðlum annars, svo ég bjóst nú ekki við miklu. Þar að auki er höfundurinn ungur og óreyndur en viðfangsefnið erfitt og vandmeðfarið. Bókin fjallar í stuttumáli um líf Sögu, stúlku sem er misnotuð af bróður sínum, leiðist útí dóp og endar svo með að verða fyrir heimilisofbeldi frá sambýlismanni sínum. Á ótrúlegan hátt tekst henni þó á endanum að brjóta sig útúr þessu...

T.a.t.u (11 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Eins og flestir vita verða stúlkurnar í Tatu(sem er stytting á ‘Ta Lyubit Tu’ og þýðir í grófri þýðingu: she loves her) framlag Rússlands í Eurovision í ár. Þær stöllur hafa náð vinsældum um alla evrópu á síðustu mánuðum og því hefur verið talað um að þær eigi meiri séns en hinir keppendurnir til að ná langt. Sjálf tel ég nú að lagið sem þær ætla að syngja í keppninni sé ekki að bera merki þess að ná langt, en það er aldrei að vita hvað þær stöllur gera uppá sviði til að heilla áhorfendur....

15.maí- Ísland, Austurríki og Írland (2 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ísland Birgitta Haukdal er fulltrúi Íslands í ár. Til að byrja með var því haldið fram að Íslenska lagið væri stolið en svo varð nú ekkert úr því og lagið var samþykkt. Sumir íslendingar héldu að það hefði slæm áhrif fyrir okkur þær ásaknir komu um stuldinn, en nóg var af öðrum lögum sem stálu þeirri senu! Þvert á móti lítur allt út fyrir að Birgitta sé ótrúlega vinsæl í flestum löndunum sem taka þátt og í könnunum hefur lagið lent í 1-5 sæti. Það lítur því allt út fyrir góða keppni! Lagið...

Afhverju er Rúv ekki svona flott á því? (21 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Næstkomandi laugardag munu þjóðverjar fá heilt kvöld af upphitun fyrir eurovisionkvöldið! Ein af sjónvarpstöðvunum hefur tekið sig til og útbúið heila kvöldagskrá sem tileinkuð er eurovision. Fyrst verður sögustund þar sem fjallað verður um helstu atburði í keppnunum síðustu 47 árin. Einnig verða tekin viðtöl við fyrrverandi flytjendur þýskalands. Síðan tekur við sérstakur þáttur um keppnina í ár þar sem hluti af myndböndunum verður sýndur og fleira djúsí. Loks verða svo forkeppnin 75 sýnd í...

Aðeins 15 dagar til stefnu! (7 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Fyrst vil ég bara segja: Þetta er sniiildar áhugamál! Gott framtak, takk fyrir. Hvernig legggst keppnin annars í fólk í ár? Sjálf er ég búin að hlusta á öll lögin margoft og finnst þau misjafnlega góð. Efnilegt ár, mun betra en í fyrra, en nær þó ekki uppáhaldsárinu mínu 2001. Það eru lög þarna sem eru allt frá því að vera hörmuleg líkt og Austuríki og Belgía, vera soldið stolin eins og Írland(mjööög líkt “Fly on the wings of love”) og svo bara mjög góð líkt og Ísland, Spánn, Lettland og...

Lífsins braut (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Í blindni fylgi ég fótspori. Framundan ekkert nema myrkur. Áfram held ég eftir slóðinni. Hvergi virðist leiðin enda. Villist frá veginum. Hvert fer ég núna? Hring eftir hring

þú horfir... (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
þú horfir fram á veginn með bros á vör horfir í augu mín djúpt í augu mín og rannsakar hjarta mitt finnur ekkert það er lokað í dag þú horfir til sumars með gleði í hjarta hugsar um mig án þess að vita nokkuð fannst ekkert sem þú leitaðir að þú horfir til veturs með frost í huga og sérð hjarta mitt fyrir þér hrímað að utan frosið fast kalt tómt þú horfir í augu mín og sérð mig

ég veit... (9 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég sé þig fyrir mér í rósrauðum ljóma Þú stendur útvið sjóinn horfir dreyminn á fuglana fljúga hjá Þú brosir til mín dularfullu brosi hoppar niður af steini og gengur áfram stíginn öldurnar gljáfra Ég veit þetta ert ekki þú sem brosir svo blítt til mín ég veit þetta ert ekki þú sem elskar hafið eins og ég ég veit þetta ert ekki þú sem horfir dreyminn á fuglinn ég veit þetta ert ekki þú því þú ert farinn

X18 enn einu sinni (0 álit)

í Tíska & útlit fyrir 24 árum, 5 mánuðum
Fyrir svona mánuði voru allir að tala um X18 hérna..og ég varð bara að koma með smá komment á það. Mér finnst þetta frábært fyrirtæki, þeir eru með töff skó á viðráðanlegu verði, og þar að auki íslenskt! og þeir eiga nú hrós skilið fyrir að koma sér á markað í útlöndum…ég var í ekkert stórum bæ í englandi..og ég var stoppuð oftar en einu sinni og spurð hvar ég hefði fengið skóna mína!(x18 auðvitað) og fólk varð ekkert smá svekt þegar ég sagði “Iceland”. En það furðulegast var að ég sá svona...

Ísland í dag (1 álit)

í Tíska & útlit fyrir 24 árum, 6 mánuðum
Ég bara varð að segja að það eru allir búnir að vera að segja annað hvort að föt séu dýr á íslandi eða að allir gangi í eins fötum og það er alveg satt. En hinsvegar þá held ég að það sé voðalega erfitt að gera einhvað í þessu, þar sem Ísland er nú svo lítið samfélag og við erum svo fá að markaðurinn einfaldlega ræður varla við meira. Það myndi aldrei standa undir sér að hafa 20 mismunandi búðir þar sem allt væri sitt hvort tískan, nema að breyta gjörsamlega hugarfarinu í samfélaginu. og ég...

Allt er dýrt á Íslandi og íslendingar eru hræddir (0 álit)

í Tíska & útlit fyrir 24 árum, 6 mánuðum
Það er allt dýrt á Íslandi, svo að engin furða að föt séu dýr hér. En það sem miklu verra er að þegar einhvað nýtt kemur í búðir, er það komið í allar búðir og allir komnir í eins föt daginn eftir. Sem dæmi, stuttir leðurjakkar sem eru mikið í tísku núna í sumar, mar sér heilu vinkonuhópana, allar eins í eins þröngum stuttum buxum og með svarta hliðartösku. Það eina sem greynir þær í sundur er ef til vill liturinn á jökkunum. Og í raun geturu næstum ekki skorið þig úr því að það eru öll föt...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok
Tilvitna...
Setja í tilvitnun