Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Maos
Maos Notandi frá fornöld 156 stig

Líka hjá Tal...en kostar ekkert..

í Farsímar fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Já, þetta er enginn leynikóði, þú bara stilir á delivery report á nokia símum, og það kostar ekkert að fá þær hjá Tal. Allavegana er ég búin að hafa þetta svona stillt í mjög langan tíma og hef ekki borgað fyrir það, og þeir segja það líka hjá 1414 að mar borgi ekki(þó þeir segi ekki alltaf sannleikann!)

Re: Kvikmyndahátíð Noregi - viltu vera með??

í Kvikmyndagerð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þeir munu semsagt borga þessar 800 krónur norskar sem það kostar að taka þátt. En þú verður sjálfur að koma þér til Noregs, en það er nú minnsta málið:)

Re: Kvikmyndahátíð Noregi - viltu vera með??

í Kvikmyndagerð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Aaaaaaaaðeins of mikið af innsláttarvillum…vonandi fyrirgefið þið mér það! Amk komust upplýsingarnar sæmilega til skila:)

Re: Röð keppenda

í Söngvakeppnir fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Stofnendur keppninnar fá alltaf að vera með. Það eru löndin sem borga fyrir þetta allt saman og halda þessu uppi! Frakkland og Bretland eru á meðal þessara landa.

Re: Ætla hætta hjá ogVodafone

í Farsímar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Sæll Atari Gaman að þú skulir halda að ég sé krakki, er nú reyndar háskólastelpa..veit ekki hvort það telst til krakka hjá þér. Dónaskapurinn sem ég fékk hjá Ogvodafone og Tal var sko ekki það að einhver “svarað á minn hátt” heldur var fólkið hreint og beint að segja mér að ég hefði rangt fyrir mér þegar það nennti ekki að athuga málið fyrir mig, oftar en einu sinni var mér sagt að það væri eitthvað að símanum mínum þegar ég gat ekki tekið á móti símtölum en svo reyndist símkortið vera með...

Re: Góð þjónusta Og Vodafone

í Farsímar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Sveinbjo: Algjörlega eins og komið frá mínu hjarta!! Og vodafone og Pizza Hut eru í mikilli samkeppni um verðlaunin “versta þjónustufyrirtæki aldarinnar” hjá mér…spurning hver vinnu

Re: Ætla hætta hjá ogVodafone

í Farsímar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er hjartanlega sammála um gífurlega lélega þjónustu hjá OgVodafone! Ég var í viðskiptum hjá þeim í sirca 3 ár þar til ég gafst upp í vor. Þá var ég held ég búin að lenda í öllu því slæma sem til er hjá þjónustufyrirtæki. Alveg frá víð að Tal hf. byrjaði þá var ég hlinnt þeirra framtaki. Ég vildi gera allt sem ég gat til að sniðganga símann sem hafði okrað á landsmönnum í ómunatíð og ég vildi sko ekki eyða krónu í styrkja slíkt fyrirtæki. En stundum neyðist maður til þess. Tal stóð...

Re: Tillögur að betra menntakerfi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Í sambandi við fyrsta liðinn hjá þér, þá er nú þegar farið að lengja skólaárið í grunnskólanum. Skólinn er ekki búinn fyrr en 1-2 vikuna í júní og byrjar aftur fyrr en framhaldskólarnir eða í kringum 20. ágúst.

Re: T.A.T.U. handteknar

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Allt niður í 7 ára….sjá grein eftir mig um tatu…þar sagði ég einmitt frá þessu eins og þetta kom í fréttum.

Re: Afhverju er Rúv ekki svona flott á því?

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hef því miður ekki hugmynd, en já, er það? já ég hafði ekki hugmynd, var bara að sjá þetta núna:)

Re: TaTu?

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er allt vitlaust í Riga útaf þeim og það verður allt á nálum þegar þær koma fram. Það verður tilbúið mynband af generalprufunni þeirra sem verður svissað yfir á ef þær gera skandal. Svo að ég held að þetta sé soldið tilgangslaust hjá þeim. Annars finnst mér nú bara mjög asnalegt að þær séu að taka þátt í þessari keppni ef þær ætla ekki að gera þetta alminnilega!

Re: Eurovision lögin:)

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Barnajúróvision verður í haust í nóvember. Ísland er ekki þátttakandi. Ég veit ekki alveg hvar er hægt að finna nánari upplýsingar um þetta en keppnin verður haldin í danmörku. ef þig langar að finna nánari upplýsingar leitaðu þá á esctoday.com

Re: T.a.t.u

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
en samkvæmt fregnum af blaðamannfundinum með þeim í gær þá kunna þær ekkert að syngja! það er víst einhver baksöngrödd sem syngur allt fyrir þær! Lena getur víst ekki náð uppí hæstu raddirnar. Annars er komin viðbúnaður útí í Lettlandi þar sem mynband með þeim á sviði í generlprufunni verður tilbúið til þess að skipta yfir á ef að þær standa við hótanir og gera skandal á sviðinu á laugardag. Því verðum við að bíða spennt eftir því að sjá þær. Annars eru þær að fá gífurlega athygli þrátt...

Re: Talað illa um Júróvisjón

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég hef heyrt, þó ekki eftir áreiðanlegum heimildum, að það eigi að breyta keppninni á næsta ári þannig að það verði undankeppni kvöldið fyrir keppnina þar sem fleiri lönd fá að taka þátt. Síðan verður lokakeppnin með 10 efstu löndunum frá lokakepnninni ásamt auðvitað aðal löndunum sem alltaf fá að taka þátt. Mér finnst þetta soldið sniðugt, amk sniðugra en að fara að bæta við þessi 26 sem eru nú þegar, það yrði allt of stór keppni ef það yrðu fleiri lönd á einu kvöldi, þ.e. úrslitakvöldinu....

Re: 15.maí- Ísland, Austurríki og Írland

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég ætlaði mér að skrifa um öll lögin um leið og þau kæmu í sjónvarpinu, en það hefur allt verið í lamasessi hér svo að ég hætti bara við..

Re: Hryllilega óvirkt allt hérna:(

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
þetta er alveg ömurleg staða. Vonandi rætist úr þessu MJÖG fljótt…helst í gær samt!

Re: SPURNING!!!!

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Myndböndin sem eru á þeim link sem þú gafst upp er ekki hægt að save inná tölvuna sína, það er bara hægt að horfa á þau þarna. Ég fann um daginn síðu með öllum myndböndunum þar sem var hægt að downloada þeim en ég man ekki hvar hún var. Þegar ég finn hana aftur þá læt ég þig vita:)

Re: 112!!!!!!!!

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
glætan. Stendur hvergi neitt um þetta, og þar að auki eru nú rúm vika til stefnu! fólk getur jafnað sig af ýmsu á svo löngum tíma.

Re: Kynning á lögunum í sjónvarpi

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Kynningarnar byrja á morgun 15.maí og standa í 8 daga. Þær eru á Rúv(þar sem Rúv stendur fyrir keppninni) og eru á virku dögunum kl 19:55-20:05 en á laugardeginum er kynningin eftir Gísla Martein. Það verða að meðaltali 3 lög á kvöldi

Re: Álit sem ég fann

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Alveg hreint skilyrði að vitna í heimildir! sé að þetta er tekið af www.karlagust.blogspot.com! og þú veist það líka því þú copy-pasteaðir þessu þaðan!

Re: Afhverju er Rúv ekki svona flott á því?

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Já, það er sko satt!!! Annars getur maður nú sest yfir gamlar upptökur af keppnum um næstu helgi og haldið sitt eigið “þorláksmessukvöld”;)

Re: Afhverju er Rúv ekki svona flott á því?

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
hehehe, skemmtilegt að fá svona svör. Vissulega er Þýskaland mekka eurovisionaðdáenda að vissu leiti og eru þeir ekki frægir fyrir að vera með góðan tónlistarsmekk. Hinsvegar finnst mér mjög fyndið að fólk sem hefur greinilega engann áhgua á eurovision sé að svara greinum hér og yfir höfuð að hanga hér! Ég myndi vissulega vilja sjá svona þátt hér á Íslandi, en ég er sammála því að það er enginn markaður fyrir því, eins og ég sagði. og reykjavik2…..ég er nú eiginlega kvk…

Re: Slæm keppni, með verri lögum

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hvernig væri að semja sér grein fyrir Botnleðjuaðdáendur til að rasa út?? Eurovision í ár snýst greinilega ekki um Botnleðju þar sem þeir eru ekki fulltrúar okkar í kepnninin!! Hættiði að rífast um það, þetta er búið mál! Búið amk þá til sér grein bara um Botnleðju.

Re: Eurovision lagið okkar, textar.

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
En eins og allir vita þá er hægt að finna alla þessa texta á eurovision.is. MIkið rétt að þessi texti er einn sá grunnhyggnasti sem ég hef heyrt lengi. Líkt og : “the sum of me and you are we!!” og þetta er meiraðsegja málfræðilega vitlaust! Hef samt fulla trú á laginu:d

Re: Krakka-eurovision

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
http://www.esctoday.com/news.php?category=8 ->frétt um þessa keppni. Þar geturu eflaust fundið linka yfir á einhverjar síður þar sem hægt er að hlusta á lögin, þ.e. ef það er búið að setja þau upp. Hún verður ekki fyrr en í nóvember, og er þetta í fyrsta skipti sem þessi keppni verður haldin.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok