Tungumálið. Hinar mismunandi mállýzkur skilja e.t.v. áþreifanlegast á milli þjóðarbrotanna. Þær eru enn þá sprækar, þrátt fyrir blöndun þjóðarinnar, kennslu ríkismálsins og áhrif sjónvarps og útvarps. Tali hver með sínu nefi, eiga jafnvel samlandar erfitt með að skilja hvern annan. Ef Efri-Bæjari og Niður-Saxi ræddu saman, hvor á sinni mállýzku, þyrftu þeir túlk. Áður en þýzka tungan varð til talaði fólk franknesku, saxnesku, bæversku o.fl. Þýzkan var lengi framan af aðeins til sem mállýzka....