Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Seinasta Trúargreinin?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Það tengist ekki því hvort ákveðin skilgreining á guði sé sannanleg, og það hve langt þú ert farinn að leita til að halda uppi þessari vitleysu þinni er broslegt. Ég ítreka það sem ég sagði fyrir meira en tveimur mánuðum (því þessari rökræðu hefur ekkert miðað síðan): Tilvitnun: Samkvæmt minni skilgreiningu á Guði, sem “það sem skóp heiminn”, myndi uppgötvun óendanleika heimsins aftur í aldir afsanna hann. Ef ég skilgreini Guð sem “vanillubúðingur” þá er hann sannarlega til. Ef þú...

Re: Út fyrir endimörk alheimsins!

í Heimspeki fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Mér þykir nú leiðinlegt að þú teljir þetta vera röklaust hjá mér. Finnst þér röklegt að allt sem er endi? Fyrir mér er það ómögulegt. Á meðan að það eru til hlutir sem eru svo til eilífir- til dæmis orka, stærðfræðileg sannindi og möguleikar, svo dæmi sé tekið, þá getur það ekki verið rökleg smuga að allt sem er endi. Vissulega getur það tekið stakkaskiptum, og vissulega getur rúm- og tími gjörsamlega staðnað og minnkað í örvíddir, en þá um leið er ennþá eitthvað til, líkt og líklegast var...

Re: Seinasta Trúargreinin?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 2 mánuðum
´Í öllum vísinda, þekkinga-, rök- eða stærðfræðikerfum eru ætíð ákveðnar frumforsendur sem þú gefur þér. Þessar forsendur er ekki hægt að sanna út frá kerfinu. Kurt nokkur Gödel, Þjóðverji eða Austurríkismaður minnir mig, sýndi fram á þetta þegar rökfræðin var að stíga sín bernskuspor, í upphafi 20. aldar. Í grunninn þá sýndi hann fram á það að innan ákveðins kerfis x, hvort sem það er rökfræði eða rauntölukerfi þá eru alltaf ákveðnar setningar innan kerfisins sem eru ósannanlegar, en samt...

Re: Út fyrir endimörk alheimsins!

í Heimspeki fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Hver segir að þessi mörk séu til í alvörunni? Annar en Bósi ljósár. Við erum enn og aftur ekki ósammála.

Re: Fólk hatar dýraníð, paradox? - Fólk í hnotskurn?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 2 mánuðum
En annars held ég að við séum ekkert ósammála. Nei, ég held við séum það ekki. Ég er náttúrulega að tala um leyfi frá öðrum mönnum og komandi kynslóðum. Að spilla náttúrunni að óþörfu er glæpur gegn öðrum mönnum fyrst og fremst, því þeir munu ekki fá að njóta hennar að vild. Annars þá er ég alveg sammála því að einhvers konar helgur réttur til lífs er ekkert sjálfgefinn fyrir eina eða aðra lífveru.

Re: Út fyrir endimörk alheimsins!

í Heimspeki fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Hvað áttu við? Passaðu þig að fara ekki að bæta einhverri órökstuddri kenningu "[o]fan á þá gjörvöllu steypu sem allar umræður um „upphaf“ eða „endi“ alheimsins í heild sinni eru. " Ert þú að halda því fram að gjörsamlega allt sem til er í heiminum hafi átt sér upphaf og muni eiga sér endi? Að á einhverjum tímapunkti hafi gjörsamlega ekkert verið til? Ef ekki, þá er ekkert ágreiningsmál. En ef þú ert að segja það, þá ertu að halda fram einhvers konar markleysu.

Re: Seinasta Trúargreinin?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Þetta svarar ekki spurningunni, sem var “hvað er það sem þú segir að sé ósannanlegt?” Fyrirbæri X er sannanlegt út frá ákveðnum forsendum. Þessar forsendur þurfa alltaf að vera gefnar. Út frá hvaða forsendum ætlar þú að sanna eitthvað Guð? Enn fremur, ef þú skilgreinir fyrirbæri ertu að afmarka það frá öðrum. Það gefur í skyn að þú getir skilið það og vegið það og metið. Það á ekki við hér. Þetta tengist því ekkert hvort sannanleiki sé í hlutarins eðli eða ekki. Fullkomlega. Ég var reyndar...

Re: Fólk hatar dýraníð, paradox? - Fólk í hnotskurn?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki hvort ég treysti einhverjum Háskólaspekingum til þess frekar. Hverjum þá? Ég skil ekki hverju þú ert að halda fram hér. Það vita allir að dýr drepa hvort annað. Það vita líka allir að vistkerfi hafa breyst. En það þýðir samt ekki að menn hafi leyfi til þess að útrýma heilum vistkerfum, né heldur tegundum, einungis vegna þess að vistkerfi hafi breyst áður. Ígrip mannsins eru langtum meiri heldur en þróun náttúrunnar sjálfrar. Ekkert kvikt? Fullt af rottum, kanínum, minnkum,...

Re: Út fyrir endimörk alheimsins!

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég veit út á hvað miklahvellskenningin gengur. Ég veit líka að menn gera ráð fyrir því að rúmið hafi þanist út með miklahvelli. Það sem ég átti við með dreifingu, var nákvæmlega þetta. Enda er ekkert að því að segja að efni og orka hafi dreifst, enda gerðist það. Hitt er svo annað mál, að rúmið þandist út samhliða.

Re: Út fyrir endimörk alheimsins!

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Þú segir líka að frumkraftarnir fjórir hafi verið öðruvísi áður en nú, en byggir það aðeins á þeim ófullkomnu lýsingum sem við höfum á þeim núna. Nei, ég sagði að þeir hefðu kannski verið með öðru móti, í upphafi alheimsins. Ekki einfaldlega áður. En þá er ég að vísa til þess að aðstæðum hafi verið þannig háttað að áhrif þeirra hafi ekki verið nein. Mér sýnist þín staða vera að fyrir miklahvell hafi máske verið öðruvísi heimur sem hafði ekki tíma eða rúm. Það sem ég skil ekki er hvernig þú...

Re: Seinasta Trúargreinin?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Guð er ekki fyrir framan mig, ekki snertanlegur, ekki sjáanlegur og þú hefur ekki gefið honum neina eiginleika nema að hann sé ósannanlegur. Steinn sem þú getur séð, handleikið og mælt er allt annað og fullkomlega ósambærilegt dæmi. Enn og aftur, hvað er það sem þú segir að sé ósannanlegt?Það eru til fleiri svið heimsins en þess sem er beint fyrir framan þig. Það er það, þar sem sannanleiki hlutar er háður hlutnum, er sumsé eiginleiki hans. Það liggur í eðli hlutar hvort hann sé sannanlegur...

Re: Fólk hatar dýraníð, paradox? - Fólk í hnotskurn?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Hver ert þú til þess að ákveða í hvaða jafnvægi vistkerfi eiga að vera og hvernig þau eiga að líta út? Hvenær sagði ég að ég persónulega ætti að ákveða það? Það vill svo til að það er til að minnstu ein vísindagren sem fjallar um vistkerfi. Kannski er fólk innan vébanda hennar aðeins hæfari til þess en ég. Það er gjörsamlega búið að rústa því vistkerfi sem var á höfuðborgarsvæðinu…Já. Enda allt í upplausn hér og ekkert kvikt lifir. Þú ert á hættulegum slóðum þegar þú ferð að setja jafngildi...

Re: Út fyrir endimörk alheimsins!

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Síðan hvenær þekktir þú endimörk alheimsins? Hvað nákvæmlega var allur heimurinn?

Re: Út fyrir endimörk alheimsins!

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Einmitt. En það að eitthvað sé helst skiljanlegt á einhvern máta, leiðir ekki af sér að það sé auðskilið á þann máta. Það þýðir einfaldlega að fyrrgreindi skilgreiningamáti er sá besti sem er til staðar. En þú reiknar vitaskuld ekki mikið í víddarlausum heimi. Máttleysi mitt til þess er kannski fyrirgefanlegt, í ljósi þess að hver einasti eðlisfræðingur í heimi stendur ráðþrota frammi fyrir þessu vandamáli. En það dregur ekki úr hinum upprunalega punkti. Það er enn markleysa að tala um að...

Re: Trivia

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ludwig Wittgenstein, fæddur í Austurríki. Annað skemmntilegt kvót sem er svolítið popúlíserað: „Heimspeki, eins og við notum orðið, er barátta gegn þeim álögum sem tjáningarmáti okkar heldur okkur í.“

Re: Seinasta Trúargreinin?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ef þú ætlar að fullyrða um sannanleika guðs þarftu fyrst að vita hvað það er. Nei, það er nú ekki satt. Þú getur til dæmis fullyrt um sannanleika steins sem liggur fyrir framan þig, án þess að vita hvað hann er. Án þess að vita til dæmis hans innri gerð og efnasamsetningu, svo einungis brot af því sem steinn „er“ sé nefnt. Þú ert þegar búinn að ljá því eiginleika með því að fullyrða að það sé ósannanlegt, svo hvers vegna ekki útskýra af hverju? Ósannanleiki er alls ekki eiginleiki. Hvað er...

Re: Út fyrir endimörk alheimsins!

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki hvort það megi skilja heim án tíma og rúms sem tölur á blaði, því ég veit ekki hvaða tölur það væru. Enda sagði ég að það væri vart skiljanlegt að tala um tölur á blaði. Hvaða útreikninga ætlarðu að styðjast við fyrir víddarlausan heim? Til dæmis orkuhlutföll, massa, þyngdarkraft…

Re: Út fyrir endimörk alheimsins!

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Hún er vissulega eilíf í þessum heimi, hvort sem að tími og rúm er til staðar eða ekki. Til dæmis í svartholi er talið að hvorugt sé til, en orkan mun vera sú sama í þessum punktum, og mun í raun aukast eftir því sem það dregur að sér meiri massa. En það er ekki rétt að ég hafi talað um upphaf alheimsins, heldur talaði ég um miklahvell. Það var ekki endilega upphafið, enda held ég að allar hugsanir um upphaf eða endi „heimsins“ per sei séu mjög ankannalegar. En það er vissulega hægt að tala...

Re: Seinasta Trúargreinin?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ekki hugmynd, hehe. En ég er svo sannarlega ekki trúaður, ef það er spurningin.

Re: Seinasta Trúargreinin?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Það er matsatriði. Staðreyndin er að með tímanum hefur þekking aukist, og er núna ekki óveruleg. Já, það er matsatriði. Ef þú meinar til samanburðar við þekkingu hins yngra mannkyns, þá er hún veruleg. En ef þú hugsar um þekkingu mannsins í samanburði við það sem hann getur vitað, þá held ég að hún sé mjög óveruleg. Þú fullyrðir að þetta “guð” sé ósannanlegt og óafsannanlegt án þess að vita hvað það “guð” þýðir. Þú þarft fyrst að vita hvað eitthvað er áður en þú dæmir að það sé sannanlegt...

Re: Seinasta Trúargreinin?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég er sammála þessu að mestu leyti. En er það ekki svolítil kröhuharka að krefjast sönnunar af trúuðum? Sönnun á hlut á grundvelli vísindanna og rökfræði, á meðan að sami hlutur stendur utan sviðs ofangreindra fræða?

Re: Seinasta Trúargreinin?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ertu að segja að því meira sem við vitum, því minna vitum við? Nei, enda væri það skondið. Ég er að segja að með aukinni þekkingu gerum við okkur grein fyrir því hversu lítið við höfum í raun uppgötvað. Þekkingin er dropi úr hafi. Það fer eftir því hvaða eiginleika þú segir Guð hafa. Enga, enda eru allar staðhæfingar um eiginleika guðs getspár í besta falli. Ef Guð bjó til heiminn, en við komumst að því að heimurinn hafi ekkert upphaf, þá má segja að Guð sé afsannaður að því leitinu til....

Re: Út fyrir endimörk alheimsins!

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Vegna þess að orka er eilíf. Á fyrstu stigum miklahvellsins var sú orka sem nú er í heiminum samþjöppuð í einn punkt, en dreifðist síðar um allan heim. Í raun kemur vitneskja okkar um upphaf alheims okkar frá mælingum á dreifð og stefnu þessarar orku. Í upphafi var hvorki til tími né rúm. En orkan var þarna. Er þá ekki hægt að tala um tilvist heimsins án tíma og rúms?

Re: Seinasta Trúargreinin?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Tilvitnun: Við sem mannverur erum skelfilega fáfróðar um heiminn í kringum okkur og allt sem er fyrir utan hann. Hvernig getum við talið okkur vita hvernig alheimurinn og allt í honum varð til? Ég er ekki viss hvað þú hefur lært um sögu vísinda, en það gæti komið þér á óvart hve miklu við höfum komist að síðustu áratugi og aldir um “heiminn”, hvort sem þú túlkar það sem “allt sem er” (þar sem lítið vit er í að spyrja hvað er utan hans) eða “allt efnislegt” þar sem rifrildið byrjar aftur. Og,...

Re: Fólk hatar dýraníð, paradox? - Fólk í hnotskurn?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Þú og flestir aðrir eru klikkaðir, þér finnst fáranlegt þegar það er drepið kisur því þau eru sæt lítil heimilisdýr en allt í lagi að drepa kýrnar því þær eru matur. Ég veit ekki hvort ég sé geðveikur eða heimurinn, held samt heimurinn lol, en þetta meikar ekki sense fyrir mér rökhugsunin á bakvið hvernig samfélagið virkar. Það er alls ekki klikkað að myrða kýr því að þær eru ekki sætar. Hvaða rétt hefur kú til þess að lifa, til að byrja með? Náttúran myrðir miskunarlaust, og mér finnst það...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok