´Í öllum vísinda, þekkinga-, rök- eða stærðfræðikerfum eru ætíð ákveðnar frumforsendur sem þú gefur þér. Þessar forsendur er ekki hægt að sanna út frá kerfinu. Kurt nokkur Gödel, Þjóðverji eða Austurríkismaður minnir mig, sýndi fram á þetta þegar rökfræðin var að stíga sín bernskuspor, í upphafi 20. aldar. Í grunninn þá sýndi hann fram á það að innan ákveðins kerfis x, hvort sem það er rökfræði eða rauntölukerfi þá eru alltaf ákveðnar setningar innan kerfisins sem eru ósannanlegar, en samt...