Þar sem ég var að ganga frá áskrift á Thoroughbred & Classic Cars Magazine á vefnum áðan langaði mig til að benda á hvað áskrift er góður kostur. Ég var þegar áskrifandi að Evo Magazine sem kostaði mig 48,20 bresk pund á ári, eða u.þ.b. 6000 krónur á ári fyrir 12 blöð. Það þarf engan snilling til að sjá að ég greiði um 500 krónur á hvert blað. Síðast þegar ég vissi kostaði Evo 1365 krónur úti í Eymundsson, eða 16380 krónur á ári. Classic Cars áskriftin kostar enn minna eða 39,35 ensk pund,...