Nú tek ég eftir að nokkrir hugarar eru mjög duglegir að lýsa fyrirlitningu sinni á s.k. FM-hnökkum. Nú er ég ekkert spenntur fyrir því fyrirbæri, tel mig vera geek og er stoltur af því, en ég skil bara ekki hve mikið fólk getur pirrað sig á þessu. Af hverju að vera reiður, hlæjum bara góðlátlega og hristum hausinn. Eða, ef það er of erfitt, ímyndið ykkur bara að þeir eigi bágt greyin og maður er ekki vondur við þannig fólk, er það? Maður bara vorkennir þeim. Sjálfur ætla ég bara að sofa...