Matra Murena er ákaflega áhugaverður franskur sportbíll. Grindin er galvaniserað og húðað stál en ytri byrði er úr plasti. Vélin er fyrir miðjum bíl, á þessari “S”-gerð frá 1984 2.2l og 142 hestöfl, en það merkilegasta er að bíllinn er þriggja sæta, með þrjá stóla frammí! Þessir bílar er heldur fágætir og verð í samræmi við það þótt hann sé varla dýr, enda sérstakur bíll.