Eftir að hafa átt þokkalegan feril sem leikmaður og þjálfaði yngri flokka KA með mjög góðum árangri, var ég á leið í “Superettan” sem er fyrsta deildin í Svíþjóð, en aðeins eitt lið vildi gefa mér tækifæri og voru það Norrköping, en íslendingarnir Stefán Þórður og Garðar Gunnlaugs voru þar fyrir. Ekki var nú mikið annað að gera enn að skoða hópinn og sjá fjármálin, 110 þúsund pund hafði ég til leikmannakaupa, og ég var virkilega ánægður með það enda þurfti ég að styrkja hópinn nokkuð. Mér...