Rúnar dró Gabríelu upp brekkuna á snjóþotunni. Hann hafði farið út að leika með henni eftir að móðir þeirra og faðir höfðu slegist. Hann vildi forða henni frá því ógeðslega ofbeldi sem átti sér stað á heimili þeirra. Gabríela var það sem skipti hann öllu máli í lífinu. Hún hafði lent í slysi er hún fór með föður sínum eitt sinn á veiðar á árabát í vatninu sem stóð við bæinn þeirra. Hún hafði lamast fyrir neðan mitti og því varð hún að fá stuðning við allt sem hún gerði. Læknarnir sögðu að...