Ég er reyndar ekki mikil strandar manneskja en þegar að þú ert í 30-35 stiga hita þá vil ég ósjálfrátt bara liggja og baða mig í sólinni:D Og ég er gelgja sem skýrir kannski afhverju mér finnst “verslunarhluti ferðarinnar” mikilvægur;)
Ef ég fer þá fer ég til Barcelona eða Rómar… Í menningarferð, hversu asnalegt er það að fara til S-Evrópu en ekki til að liggja á ströndinni eða versla?
Sko.. ef þú varst með 3 eða eitthvað í meðaleinkunn um jólin en fékkst síðan 6 eða 7 núna þá er það frábær árangur þótt að aðrir hafi fengið 9-ur En já kannski í þessu dæmi þá kemur það þér pínu við hvað aðrir fengu.
En samt árangur hinna kemur þínum árangri ekkert við.. Ef að þú ert að bæta þig eða ná þínum markmiðum þá áttu bara að vera glöð/glaður Sumt fólk er búið að vera að læra fyrir þessi próf síðan í 7bekk(og nei ég er ekki að grínast ég þekki fólk sem byrjaði að læra í 7bekk)
Hahaha Mér finnst það alltaf vera jafn fyndið að fara í partý/veislu og allir! eru eins… En samt líka pínu sorglegt að fólk skuli ekki vilja/geta verið pínu sjálfstætt og öðruvísi.
Prófaðu að fara fíkina yfir á eitthvað annað eins og prófaðu að horfa á sjónvarpið þegar að þú kemur heim og þar sem að það er ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu á daginn þá leiðist þér svo mikið að þú ferð út:D
Nákvæmlega núna er ég á einhverju voðalega skemmtilegu Elliott Smith flippi.. Kemst eiginlega ekkert annað inn á playlistan minn nema þá kannski smá bright eyes og Big sta
En samt jafnvel þó að ég myndi ekki trúa á Guð og ekki hafa nein áhuga á peningum þá hefðu fordómarnir verið of miklir.. Þúst allir gömlu frænkurnar í boðum og svona..
Ef þú tekur stærðfræði í sumarskóla þá ættiru alveg að komast inn í MS (og síðan held ég að allavega 1 afhverju 3 eða 4 falli í stærðfræði þannig að það er ekki eins og að þú verðir ein/n þarna;))
Hehe þjóðfélagsfræði var skemmtilegust vegna þess að það var eini tíminn sem ég var með vinkonu minni í:P Þannig að í rauninni var þetta allt eins skemmtilegt Ég myndi ekki segja að ég hafi lært neitt “ómetanlegt” þannig séð en ég fékk skýrari hugmynd um hvaða nám ég vil stunda eftir framhaldsskóla.
Ég fór í þetta sumarið eftir 8.bekk.. Þetta var geðveikt gaman! Ég lærði t.d fullt í þýsku:D og síðan kynntist ég fullt af öðrum fögum eins og fjölmiðlafræði, Þjóðfélagsfræði, Lögfræði, Kynjafræði og Guðfræði:D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..