Hærra, minn Guð, til þín. Sb. 375 Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: :,: Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. Villist ég vinum frá vegmóður einn, köld nóttin kringum mig, koddi minn steinn, heilög skal heimvon mín. :,: Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: :,: Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. Árla ég aftur rís...