Ég er ekkert á móti því að Viðar hafi dæmt síðasta leikinn aðallega vegna þess að bæði lið samþykktu það. Ef hins vegar annað liðið, í þessu tilfelli hefði það líklega verið SA, farið fram á að “óháður” dómari dæmdi leikinn þá sé ég ekki að ÍHÍ geti gengið fram hjá því, Viðar er jú SR dómari. Nú mega menn ekki taka þessu sem einhverri blammeringu á Viðar, ég hef séð hann dæma 2-3 leiki í vetur og mér finnst hann hafa dæmt þá ágætlega, haft ágæta stjórn á leikjum og engin meiriháttar vandræði...