Í dag kveikti ég á sjónvarpinu, klukkan var eitthvað í kringum fimmleytið (ég er ekki alveg viss). Það fyrsta sem ég sá á skjánum var einhver heimsk naglasettsauglýsing eða eitthvað svoleiðis, svo ég skipti auðvitað um stöð en þetta var á RUV. Ég kíkti á stöð 2 og viti menn, sama auglýsingin. Það munaði að vísu nokkrum sekúndum á hversu langt hún var komin en jæja, “nobody is perfect”. Jæja ég prísaði mig sælan fyrir þessa svakalegu heppni, ég gat skipt milli tveggja helstu sjónvarpsrásanna...