Kisugreyjið er greinilega með mikla útþrá ! Ég vill benda þér á að hafa hann VEL merktan, ól og spjald, og láta gelda hann fyrir sumarið. Annars geturðu átt von á að sjá hann ekki mjög oft ! Þetta er rosa erfitt að horfa upp á köttinn væla og væla en svo er spurningin hvort svona ung dýr hafa eitthvað að gera ein úti. Mér finnst persónulega alltof margir UNGIR kettir týnast. Er ekki hægt að láta hann leika sér innan dyra - einhvern tíma hlýtur hann að verða þreyttur og þurfa að hvíla sig…....