Orðin flæktust ekki fyrir honum, varð mér ljóst, er ég las skriftir hans. Ruglingsleg eins og hún var, fáránleg og óskiljanleg allt í senn, þá var þetta vel skrifuð saga. Ja, ef sögu mætti kalla. Samansafn of mörgum skrítnum, og hreint út sagt, tja, fáránlegum (afsakið endurtekninguna) setningum sem virtust ekki eiga heima við hlið hvorrar annarrar, setningar sem, þrátt fyrir að vera lausar við allt samhengi og, eins og áður var sagt, áttu ekki heima hlið við hlið, virtust eiga að vera þarna...