Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Næsta sending

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég hringdi í Ormsson í dag og mér var sagt að þeir fái næstu sendingu seint í þessarri viku (fimmtudagur eða föstudagur).

Re: Hverjir eru búnir að tryggja sér eintak af Wii?

í Leikjatölvur fyrir 18 árum
Var að enda við að tryggja mér eintak símleiðis, og auðvitað pantaði ég Zelda og auka fjarstýringu (+ nunchuk) í leiðinni. Bætt við 13. nóvember 2006 - 16:40 Mér var líka sagt að það eina sem þeir vita um verðið er að það verður undir 30 þúsund.

Re: GT4:HD - Engir bílar, engar brautir

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Lastu greinina? Það fylgja engir bílar með leiknum, og engar brautir, sem þýðir að maður þarf að borga sér fyrir það.

Re: Wii í evrópu 8. des

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 2 mánuðum
En Xbox360 á 27.000 krónur er ekki með HDD, ekki með þráðlausum fjarstýringum, ekki með þráðlausu netkorti, Live! kostar, og enginn leikur fylgir með. Það er ekki öruggt að allir vilji fá sér allt þetta með, en harði diskurinn er algjört “möst” og hann kostar um 12.000 krónur. Og jafnvel þó þú viljir ekki harða diskinn þá þarftu að kaupa þér minniskort, sem að kostar 4000 krónur, en með Wii fylgir 512MB af innbyggðu minni. Og þráðlaust net. Og þráðlaus fjarstýring. Og ókeypis að spila á...

Re: Bræðurnir Ormsson og Nintendo-svikamyllan

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég hef gert mitt og sent link á þessa grein til Ormsson. Hvað með þig? Gerum okkar besta til að draga athygli þeirra að þessu vandamáli!

Re: Guitar Hero?

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Verð að benda á að þrátt fyrir fáránlega hátt verð þá býst ég við því að þetta verði algjörlega þess virði. Ég hef beðið allt of lengi eftir leiknum.

Re: Guitar Hero?

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hann er kominn í Elko. Er að bíða eftir því að þeir sendi hann… helvíti dýr, rétt undir 13000 kr.

Re: Panasonic NV-DS65 - merkingar á skjá....

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum
Fann bæklinginn á netinu og veit núna hvað er að… ‘condensation’. Urk… Hún er búin að vera svona mjög lengi, nokkra mánuði… ég efast um að þetta eigi eftir að lagast. Skil hana eftir með spólu-hurðina opna (eins og manni er ráðlagt að gera í bæklingnum) og bíð… vonandi lagast þetta.

Re: Panasonic NV-DS65 - merkingar á skjá....

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum
Þetta hefur ekkert með spóluna að gera. Ég er búinn að prófa að kveikja á henni með mörgum mismunandi spólum, nýjum sem gömlum. Ég get því miður ekki tengt beint við rafmagn þar sem það fylgdi engin svoleiðis snúra með.

Re: Panasonic NV-DS65 - merkingar á skjá....

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum
Leiðbeiningarnar eru löngu síðan týndar. Heimskulegt að geyma þær ekki einhversstaðar þar sem ég gæti fundið þær aftur….

Re: Suttmynd: Fjórir Kælar og Hitastilliloki

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum
http://files.filefront.com/FjorirKaelaravi/;4358617;;/fileinfo.html

Re: Suttmynd: Fjórir Kælar og Hitastilliloki

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum
Er að setja upp betur compressaða útgáfu af myndinni. Fyrri fællinn er 132MB, en þessi sem ég er að setja upp núna er 48MB.

Re: Samansafn klassískra myndbanda

í Háhraði fyrir 19 árum, 1 mánuði
Google is your friend. (þetta er In Reverse, hljómsveitin er Passenger)

Re: Nintendo DS batterí?

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég pantaði það að utan og nenni ekki að standa í margra vikna/mánaða veseni til að fá batterí sent þaðan sem ég pantaði það.

Re: Nintendo DS batterí?

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Já, ég er búinn að fullhlaða það.

Re: PsTwo og netið

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það fer nú alveg eftir hvaða leik maður spilar hvort maður þurfi að vera skráður á Central Station eða ekki. SSX3 krefst þess ekki að maður sé skráður á Central Station, og ekki heldur Amplitude. Ratchet & Clank 3 krefst þess og finnst mér það ansi skítt því ég er löngu búinn að týna spjaldinu sem fylgdi með network adapter-num mínum og var aldrei búinn að skrá mig inn.

Re: Til hamingju með sigurinn GUSA

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Mjög góð mynd, en slæmt að eyðileggja twistið-sem-hefði-getað-orðið í byrjun myndarinnar. Það hefði verið ágætt að láta koma sér á óvart (þó það hafi komið nokkuð á óvart að hann hafi ráðist gegn þeim og drepið þá, en hefði verið miklu betra ef maður hefði ekkert vitað af veislunni fyrir fram).

Re: Nintendo DS - MINE!!!

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég get spilað evrópska leiki því Nintendo DS er, eins og held ég allar Gameboy tölvurnar frá Nintendo, region free. Ég gæti þess vegna spilað japanska leiki ef ég vildi.

Re: Að panta Nintendo DS að utan?

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þannig að ef ég kaupi notaða DS tölvu + Super Mario 64 DS frá www.videogamesplus.ca ($225CDN ($1CDN = 53kr.) þá kostar pakkinn frá 16000 og upp í 20000 + sendingarkostnaður, og í hæsta lagi væri þetta rétt yfir því verði sem ég myndi borga fyrir þetta þegar þetta kemur út í Evrópu (finnst líklegt að tölvan muni kosta um 14000-15000 og leikir flestir um eða yfir 5000. Hljómar nokkuð raunhæft?). Ég kem nú ekki til með að kaupa þetta fyrr en í byrjun næsta mánaðar og þá ættum við að vita hvað...

Re: OMG! Amplitude!

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Eða getur einhver að minnsta kosti nefnt einhverjar aðrar verslanir sem senda vörur með pósti sem selja Playstation 2 leiki?

Re: STUTTMYNDAKEPPNI 15.DESEMBER

í Kvikmyndagerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Eins og ég sagði í e-mail í gær þá verður okkar mynd líklegast komin á netið seinna í dag. En fer þetta ekki á serverinn hjá Huga? Ef ekki þá getur okkar mynd (Fóstbræðrasaga) ekki verið með þar sem eina leiðin til að koma henni á netið er vegna þess að einn í hópnum er með tölvuna sína setta upp þannig að hann getur komist í hana úr öðrum tölvum í gegnum netið. Hann gæti þá bara leyft aðgang að (ef hann þá leyfir það at all….) myndinni í skamman tíma fyrir einn, þ.e.a.s. einhver sem gæti...

Re: STUTTMYNDAKEPPNI

í Kvikmyndagerð fyrir 20 árum
Við vinirnir erum að pæla í að skella okkur í eina stuttmynd, en það nokkuð mikið að gera í skólanum þannig að óvíst að hún verði tilbúin fyrir keppnina. Þetta verður sci-fi machinimation (machinimation = búið til í tölvu, þá með gafíkvél úr einhverjum tölvuleik, eða þá eitthvað sem maður hefur hannað sjálfur (verður held ég að vera real-time)). Gerum við myndina með Unreal Tournament og náum vídeóum úr leiknum með Fraps (www.fraps.com).

Re: TimeSplitters (PS2)

í Tölvuleikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta var fyrsti leikurinn minn sem ég fékk með PS2 tölvunni minni í febrúar. Ég spila hann enn í dag svona af og til. Þú gleymdir að minnast á map maker. Með leiknum fylgir tól til þess að búa til borð. Það virkar mjög vel og hægt er að hafa margar hæðir, breyta ljósunum og setja inn vopn og kalla.

Re: TimeSplitters (PS2)

í Tölvuleikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
… og Story mode er skemmtilegt í 2 player.

Re: GTA3 (PS2)

í Tölvuleikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Royalfool: Það er hægt að fljúga flugvélinni í margar mínútur en það þarf bara að kunna það. Ekki að ég kunni það en mér hefur tekist að fljúga frá Shoreside Vale flugvellinum yfir á Staunton Island. Það er bara svo langt síðan ég spilaði að ég man ekki hvernig á að fara að því.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok