Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Óréttlæti

í Stjórnmál fyrir 22 árum
Kæri 1til2. Ég er að sumu leiti sammála því sem þú ert að segja, en bendi þér á að þessi umræða sé síður en svo ný af nálinni. Kjördæmaskipanin sem tekur gildi í næstu kosningum er eingöngu millistig og ekki varanleg. Það sem ég held að eigi eftir að gerast (og vona svo sannarlega) er að Ísland verði að einu kjördæmi. Þannig kemurðu í veg fyrir að misvægi sé á milli atkvæða eftir búsetu. Önnur afleiðing er svo að Íslendingar geta loksins losnað við fjögra flokka kerfið sem hefur verið...

Re: Bandaríkin

í Deiglan fyrir 22 árum
Kæri doctor (öfugmæli?)! 1. Veistu EITTHVAÐ um ástandið í Afganistan í dag? Þeir eru ekki frjálsir. Bandaríkjamenn losuðu þá við einn öfgahópinn til að koma öðrum öfgahóp til valda! 2. Það er rétt að N-Kóreumenn eru með kjarnavopn í dag. Stafar vesturlöndum einhver meiri hætta af þeim í dag en áður??? Nei! Þetta hefur litlu breytt. 3. Þú nefnir stríði Íraka við Írani. Hverjir voru það aftur sem studdu Íraka í þeirri baráttu? Látum okkur sjá… Jú það voru nefnilega Bandaríkjamenn! Sérðu ekki...

Re: Bandaríkin

í Deiglan fyrir 22 árum
Tactik. Þakka ábendinguna. Réttara hefði verið að segja að Bandaríkjamenn séu ekki vitlausir, bara illa upplýstir. Þar sem að vitlaus er orð yfir þann sem laus er við vit sem að Bandarískir ríkisborgarar eru, upp til hópa, ekki. Kveðja, mc Brútus

Re: Ekki nota nikótíntöflur!!!!!!

í Djammið fyrir 22 árum
Rip Fuel er eintómur viðbjóður! Ég tók einu sinni 20 töflur á einu kvöldi! Þetta gerði að vísu það að verkum að ég gat djammað til klukkan tíu næsta morgun. Gott og blessað allt saman, en þegar ég mældi púlsinn var hann ennþá í 170 klukkan 10!!!! Rip Fuel er algjör ónauðsyn og áhrifin felast mest í því að maður heldur að maður verði “hæber” af töflunum. Það sem þær gera er að þær auka hjartslátt og geta verið lífshættulegar í of stórum skömtum, einkum og sér í lagi fyrir hjartveika (duh). Ég...

Re: Bandaríkin

í Deiglan fyrir 22 árum
Ég get verið sammála þér í mörgu. Bandarísk utanríkisstefna einkennist af hræsni, hentistefnu og markast meira eða minna af hentistefnu lobbyista í Washington. Það ber þó að hafa í huga að þarf að gera greinarmun á Bandaríkjamönnum og Bandarískum stjórnvöldum. Bandaríkjamenn upp til hópa eru fínasta fólk. Það eru hinsvegar stjórnvöld sem sjá um að halda fáfræði þeirra í hámarki. Bandaríkjamenn eru EKKI heimskir, þeir eru bara illa upplýstir. Þetta með World Trade Center er komið út í tómt...

Re: It's so hard

í Hip hop fyrir 22 árum
Veistu hvað væri magnað? Að þú sendir inn rímu á íslensku þannig að aðrir hugarar skilji hvað þú ert að segja. Kveðja, mc Brútus

Re: Mín fyrsta rýma

í Hip hop fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ehhh… Ættir að tékka betur á titlinum ef að þú ert búinn að vera í leiknum svona lengi. Þú ættir einnig að kynna þér enska stafsetningu og málfræði ef að þú ætlar að halda áfram að reyna að rappa á því tungumáli. Ég mundi í þínum sporum fara vel yfir rímurnar þínar áður en þú sendir þær inn, annars nennir enginn að spá í því sem þú ert að segja og hrauna yfir þig vegna áðurnefndra atriða. Annars skil ég ekkert hvert þú ert að fara!?! Hvað þýðir t.d. ,,so im strugglin against my grain“,...

Re: Öxulinn Austur-Vestur.

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
September! Hvernig væri nú ef að þú tækir þig og kynntir þér sögu heimsins áður en þú byrjar að bauna út úr þér fordómunum hérna á huga. Það er engan veginn hagstætt fyrir jarðarbúa í heild sinni að fá ennþá stærra heimsveldi heldur en að Bandaríkin eru í dag! Stjórnmálafræðingar eru t.d. meira eða minna sammála um það að á mesta friðarskeiði hins vestræna tíma (ca. 1815-1914) var það að miklu leiti því að þakka að það var ekki aðeins einn eða tveir “superpowers” heldur 5. Til þess að...

Kúveit: sjálfsagður hluti Íraks

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Nuff! a) Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það, að fleiri Bandarískir hermenn féllu fyrir eigin hendi en í bardögum við Íraka, er ekkert nýtt í umræðunni. En ef að maður má ekki nefna hluti eða tala um þá af því að þeir eru ekki nýjir af nálinni þá er ég hræddur um að margir Hugarar hefðu lítið að segja. Ég veit líka að það að falla fyrir eigin hendi er það sama og sjálfsmorð alveg eins og tungl þýðir það sama og máni, og jarðepli og kartafla er það sama. b) Ég gleymdi víst að taka...

Re: Kúveit: sjálfsagður hluti Íraks

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég vil byrja á því að þakka lang flestum fyrir góð og skýr komment. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki þaullesinn í málefnum miðausturlanda og að heimildir mínar eru ekki alltaf sem traustastar. Í sambandi við þau vopn sem Írakar eiga þá las ég einmitt þetta um daginn: að meirihlutinn komi frá BNA. Þetta kom mér mjög á óvart þar sem ég hélt sjálfur að, eins og margir hafa bent hér á, meirihluti vopna þeirra koma frá Rússlandi. Ég skal reyna að komast að því hvar ég las þetta (man það ekki í...

Re: Skemmtanalífið Foreldrar = Skamm daginn eftir

í Tilveran fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég held að þú hafir voðalega lítið að gera niður í bæ á föstudags og laugardags kvöldum kæra yello. Ég byrjaði sjálfur að drekka þegar ég var 13 ára og byrjaði svo að reykja þegar ég var 17 ára. Í dag er ég 20 ára og er í loksins farinn að höndla eiginn drykkju. Einstaklingar sem eru ekki orðnir a.m.k. 18 ára eru einfaldlega ekki tilbúnir undir það að drekka áfengi, bæði líkamlega og andlega. Ég vil bara benda ykkur unglingum á aldrinum 15-18 á þetta: 1. Ef þið haldið að þið séuð að missa af...

Re: Loforð stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Takk fyrir greinina Capitalist! Ég verð nú að benda á að þetta eru ekki ýkja frumlegar hugmyndir sem þú ert að koma með þarna. Þetta er málefni sem margoft hefur verið rætt. 1. Peningarnir sem þú ert að tala um eru væntanlega skattpeningar fólksins í landinu/viðkomandi bæjarfélagi. Þessir peningar eru ekki peningar ANNARA heldur peningar ALLRA! Ef að það hefur farið fram hjá þér kæri Capitalist, þá er það meðal annars hlutverk stjórnmálamanna að ráðstafa þessum peningum. Því er ágætt þegar...

Re: Er tími Davíðs Oddssonar að renna út?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Tími Davíðs er að renna á enda! Björn á ekki eftir að vinna borgina og situr eftir með sveitt ennið í minnihluta í borgarstjórn, og allar hans forsætisráðherravonir í molum. Inga Jóna færði eiginmanni sínum Geir H. Haarde enn nær arftakastóli Davíðs með því að setja sig í baráttusætið í borginni og stilla þannig Birni Borg upp við vegg! En það er einn hluti sögunnar sem fæstir virðast þekkja. Það var aldrei ætlunin að Björn Borg eða Geir Harði ættu að vera einhverjir arftakar Davíðs, þeir...

Re: Britney Spears í Las Vegas.

í Fræga fólkið fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Á tímum bítlanna var langt í frá að hljómsveitir sömdu allt sjálfar. Monkeys er bara eitt dæmi. The Byrds slógu til dæmis í gegn með Tambourine man eftir Dylan sem samdi mörg lög sem aðrir gerðu fræg. Á þessum tíma og enn þann dag í dag eru óteljandi lagahöfundar að semja fyrir hljómsveitir… Kveðja, Brútus

Re: Björn í Undralandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég biðst afsökunar. Ég misskyldi greinilega eitthvað í svarinu þínu. Annars er ég nefnilega sammála þér í flestu því sem þú segir þar. Kveðja mc Brútus

Re: Björn í Undralandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Heyrðu félagi, ertu ekki að tala um ISG? Ef þú heldur því fram að það skipti ENGU máli hvort ISG eða BB gegni borgarstjórahlutverkinu í Rvk, þá hefurðu enga trú á lýðræðislegum kosningum og þar af leiðandi enga trú á lýðræði yfir höfuð. Því ef það skiptir engu máli hvern maður kýs í kosningum, þá getur maður alveg eins hætt við að halda kosningar og velja bara einræðisherra sem stjórnar öllu og láta borgarstjóraembættið ganga í erfðir. Svo ætla ég líka að benda á einn stóran misskilning. Í...

Re: Björn í Undralandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Er til fólk sem hefur einhverja trú á lýðræði? JÁ! Hvet alla til að taka þátt í kosningunum! Kveðja, mc Brútus

Re: Hvað einkennir góðan texta?

í Hip hop fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Úff… Erfið spurning! 1.Það er náttúrulega mikilvægt að textinn fjalli um eitthvað. Eitthvað af viti þ.e.a.s. Maður er orðinn frekar þreyttur á “ég-ríð-mömmu-þinni-með-risastóra-bellinum-mínum” rímum. 2.Svo má ekki gleyma að miklu máli skiptir hvernig orð og orðasamsetningar eru notaðar í rímum. Ég veit ekki af hverju þetta var það fyrsta sem mér datt í hug (but hey who gives): “I work at Burger King, a King taking orders” (Fugees) Þetta er dæmi um skemmtilegan orðaleik. Það er líka...

Re: Hvað þýðir frelsi fyrir þig?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Takk badmaouse fyrir frábæra grein! Mig grunar nú að við höfum átt þessa umræðu utan Huga ;) Ætla bara að benda á nokkra punkta: 1. Í þessu ímyndaða samfélagi þar sem fólk er að fá 40 % hærri laun á mánuði er hvergi pláss fyrir öryrkja, fatlaða, gamalt fólk, veikt fólk eða nokkra þá sem minna meiga sín. Ef að fólk mætti ráða því hvað það gæfi til líknarmála og hversu mikið það gæfi hverjum, máttu bóka það að öryrkjar til dæmis fengju ekki 10 % af því sem þeir fá í dag. Ef að fólk hefði áhuga...

Re: Björn í Undralandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Takk fyrir gott svar defcon. 1. Rúv getur varla talist risafyrirtæki! Rekstur ríkisins á RÚV minnir meira á einræðistilburði til að stjórna fjölmiðlum en nokkru öðru. Þeir reyndu að selja Landssíman, en þar var svo illa staðið að verki að allt er komið í tómt tjón. Þeir ætla að selja Búnaðarbankann og Landsbankann líka. Þá eru bara Landsvirkjun (sem Reykjavíkurborg á 45% í) og Skýrr eftir á listanum! 2. Þegar VSK lækkar um 4-8% gengur það jafnt yfir alla. Hinsvegar hafa ýmsar breytingar á...

Re: Björn í Undralandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Já það er mikið rétt hjá þér defcon minn! Skattarnir í Svíþjóð eru þeir hæstu í heiminum (minnir að það sé rétt hjá mér)! En þú skalt líka skoða í hvað þessir skattpeningar fara og hvernig þeir eru innheimtir. 1. Skattkerfið í Svíþjóð er tekjutengt. Þéni maður 1.000.000 kr krónur á mánuði borgar maður hærri skattaprósentutölu en sá sem er með 120.000 kr á mánuði. Þetta er gert til að jafna kjör þeirra sem í landinu búa. 2. Skattpeningarnir (í Svíþjóð og Danmörku að minnsta kosti) fara í að...

Re: Samræmt próf í stærðfræði - mín skoðun

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er mikill misskylningur að námsgeta nema á Íslandi og hinum norðurlöndunum jafnist út í menntaskóla. Málið er þannig að í Danmörku læra unglingar nokkurn veginn jafn mikið á þremur árum og íslendingar á fjórum, m.a. vegna, eins og þú réttilega bendir á, lengri skólagöngu og svo frv. Vinir mínir í Danmörku er því lengra komnir en ég eftir menntaskóla. Mig minnir að sumarfríið sé um 8 vikur en ekki 5-6 og svo bætist við haust og vetrarfrí sem er um vika fyrir sig. Aðal atriðið er að Danir...

Re: Samræmt próf í stærðfræði - mín skoðun

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég er ekki búinn að sjá þetta próf, en ég held að vandinn felist ekki í því! Vandamálið er að Íslenskir unglingar eru álíka klárir í stærðfræði og krakkar í þriðjaheimsríkjum. Skólatíminn er of stuttur og kröfurnar allt of litlar. Ég kláraði grunnskóla í Danmörku og byrjaði svo í menntaskóla hérna heima haustið eftir og viti menn, ég var búinn að læra allt námsefnið fyrir fyrstu önnina í grunnskóla! Ég hef sem sagt ekki hugmynd um hvernig þetta próf var, en ég var að skoða samræmda prófið úr...

Re: Björn í Undralandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Frábært defcon! Þú veist greinilega mikið um pólitík! Ég sagði aldrei að Sjálfstæðismenn væru frjálslyndir! Það sem ég var að benda á var að þeir eru engan veginn sósialistar! ,,þeir hafa ekkert gert!!!!!! þeir sitja á rassgatinu og bíða eftir því hvað menn séu nú að gera í Noregi og Svíþjóð… og herma svo eftir" Ef að þú heldur í raun og veru að þetta sé það sem sósialismi stendur fyrir þá áttu svei mér margt eftir ólært! kveðja mc Brútus

Re: Björn í Undralandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Steam, ég vil biðja þig um að kynna þér kenningar sósíalismans áður en þú ferð að bendla hann við óstjórn Sjálfstæðisflokksins. kveðja mc Brútus
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok