Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Aprílnótt (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Í ljúfu skjóli nætur kom lífið til mín í vor læddist eins og grá læða þangað sem ég svaf og hringaði sig á maga mínum (Það er eitthvað við þetta sem mér finnst ekki passa - allar ábendingar vel þegnar :))

Hreingerningapúkinn (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
(Aldrei þessu vant er afkvæmið í lengri kantinum…) Hreingerningapúkinn Ég gerði hreint í dag rótaði í stöðnum skúffum þyrlaði upp ryki í dyrum og dyngjum Ég flokkaði allskonar smáhluti: óteljandi tvinnakefli gleymt skart penna smáaura gömul bréf (nokkur tár þar) myndir (sumar af fólki sem ég er löngu búin að gleyma) dularfulla lykla (sem enginn veit að hverju ganga) Ég fleygði út í tunnu af köldu miskunarleysi: vanræktum flíkum hörnuðum naglalökkum stökum sokkum snyrtivörum (síðan Kurt...

Misst af æfintýri á gönguför (aftur!) (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég sé þig í fjarskanum umvafinn möguleika eins og mjúkum, þykkum kasmírfrakka með fullt af spennandi vösum, skrýtnum hnöppum og sniðugum smellum Þegar þú færist nær klæjar mig í fingurna eftir að gramsa í þessarri yfirhöfn og sjá hvaða ókönnuðu gersemar þess sem enn er ekki orðið og minjar þess sem þegar er leynast þar í felum Mig langar að leggja kinnina við mjúkt og hlýtt efnið og rekja slóð þína um lífið eftir angan þeirra staða sem hugur þinn og hjarta hafa dvalið En þegar við mætumst...

Tilbrigði við ástarsorg (9 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Eftir hálfa klósettrúllu lítra af pepsímax sextán sígarettur og kíló af kartöfluflögum drap ég í rettunni dæsti og hugsaði þeir eru allir bleikir glansandi grísir með krullaða rófu og komplex svo kveikti ég í annarri meðan ég drap í ókviknaðri ástinni

Heill horfna garðyrkjumanninum (9 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Að vori grisjaðir þú garð sem blómstrar í friðsæld árla hausts ljúft og ilmandi illgresi faðmar að sér og hylur í tíma klippurnar sem þú skildir efti

Vökuljóð úr kjallaraglugganum (7 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Öhm ég ætla að reyna að sýna smá lit fyrst ég er við tölvu í dag, þetta er dáldið væmið en ég er búin að vera að burðast með það á bakinu í dáldinn tíma og er aldrei ánægð með það þ.a. allar athugasemdir verða litnar hýru auga :D Í gær dreymdi mig svefn í vöku Trén á leið í háttinn. Sum lík ærslafullum börnum í flónelnáttfötum. Rósaruninn þokkafull og fáguð í svífandi silki. Hlynurinn, gamall og hlýlegur í flókainniskóm, setur gómana í glas. Öll þreytt en ánægð að loknum annasömum degi. Í...

Fylgjan (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Æi það er svo langt síðan ég hef sett eitthvað inn hérna að mér finnst ég endilega þurfa að vera með aftur, krúttin mín. Verið brútal! ;) —————————— Fylgjan Ég hef staðið við glerið og horft á tilveru speglast hinumegin gljáans hreyfing fylgir minni í afleiddu ferli með tíma og hægð get ég andað og horft í augu spegilsins og inn í sjálfa mig og í sekúndubrot hætti ég að anda ég hreyfi mig ekki því þá líður það hjá og splundrast í holdinu

Kvöldar að (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Situr og horfir yfir auðnina sem verndar og græðir Situr og horfir og vindurinn blæs kaldur yfir auðnina Of stutt til að gleyma of langt til að snúa aftur og auðnin öskar í þögninni Situr og horfir inn í öskrið dregur hnén upp að höku og vefur sig örmum eigin einsemda

Ófullburða afurð IV (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þú mæddi bróðir kross þinn lagðir á herðar mér en ekkert við fætur mér Þú máði skuggi eyðilegt líf þitt forðum ekki speglaðir í augum sem minntu á mosa á gróanda fjalli æsku minnar Þú dapra sál ég trúði á mátt minningar ilms bergs minnar bernsku til að blása burt kólgu gráma og sveipa litum með ljóði hjarta míns

Þakkargjörð hennar sem efaðist. (7 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum
Í dag dansaði sígaunastúlkan sinn villta dans. Ölvuð af hamingju víðáttunar og ilmi vindsins á sléttunni. Í fjarska líta fjöllin til himins og út yfir sléttuna. Dansinn dunar í hjartanu og dynur þungt í söng þagnarinnar. Yfir hvolfist endalaus himininn, heiðskýr eða skýjaður. Regn og sólskin, stormur eða logn saman snúast í hyldjúpu hljómfalli. Hring eftir hring eru stigin spor sem ávallt áttu tilvist. Og sléttan gleðst með fráum fótum, frelsi hugar, fegurð lífsins. Víðáttan tekur aldrei...

Dætraseiður, vonargaldur. (7 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum
Kona þú, sem ólst ást þína Eilífð gafst og gleði Sköpun þinni aldrei gleymi Sár þín, gyðja sem grætur, gróa senn þótt sárt nú blæði, sindri tár og stirni á hvarma. Þú sem þreyttir dimmar nætur þöglu myrkri í og næði, hulin mjúkri þoku vorra harma. Móðir buguð, heyrðu bæn mína: Bros þitt blítt sem öllu réði, fegurð aftur færi þessum heimi. Þessi ein er öll mín þrá: enn þitt andlit rétt að sjá. Svo ég gömul fræði forn finn í mínu minni magna seiðinn sorgareiðinn frið í hjarta svo ég finni...

Og rykið féll.... (6 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég vaknaði í regninu eftir síðustu helsprengjuna. Það eina sem ég mundi voru mánuðir, ár ófriðs. Ærandi þrumur sem skáru lygar úr eyrum mínum. Hvítglóandi eldur sem brenndi vanann úr húð minni. Svíðandi stormur hreif með sér síðustu slitrurnar af því sem augun vildu aðeins sjá. Ég vaknaði nakin, húð mín rifin og viðkvæm, hreinsuð, ný. Hversu lengi lá ég í rústum tilvistar sem aldrei átti stað? Þegar óvarin augu mín vöndust nýju ljósi og ókunnum formum, reyndi ég að standa í óstyrka fætur....

Minni tröllastelpunnar (Til afa) (10 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þegar veröldin var barn veifuðu álfarnir í hamrinum Klettarnir úti fyrir urðinni voru hvalir í felum Steinninn uppi í hlíðinni var Willísjeppi. Skrýtni hóllinn ofanfyrir húsið var óheppið náttröll. Hrafnarnir krunkuðu leyndarmál í næmt barnseyra. Og morguninn boðaði æfintýri sem biðu eftir að gerast. Rauða stúlknahjólið með skakka stýrið var tryllitæki, tímavél farkostur með óendanlega möguleika Skaust léttilega austur fyrir sól vestur fyrir mána, útfyrir endamörk alheimsins og til baka,...

Ríkið, Nonni Jóns og listagyðjan..... (4 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þegar ég hef verið að kíkja í blöðin undanfarið, hefur mér fundist nokkuð bera á umræðunni um fjármál Leikfélags Íslands. Leikfélag Íslands er einkarekið leikfélag, sem varð til fyrir nokkrum árum við samruna nokkurra minni leikfélaga og hefur haldið úti nokkuð öflugri starfsemi síðastliðin 7 ár. Nú er svo komið að LÍ er í miklum fjárhagskröggum og getur ekki haldið áfram starfsemi að öllu óbreyttu. Leikhússtjóri félagsins vill meina að þetta megi rekja til samdráttar í atvinnulífinu,...

Skuggi læðist (9 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Liggur í leyni bakvið stein Lævís teygja lipurra lima Augun loga, eyrun næmu Eðli sínu afturkvæmu Leynir djúpt í lífsins kima Læðir efa í mín bein Hljóðlaus ráfar, hleypur rennur Rými gegnum, ofar tíma Eirðarleysi felur slyng Ávallt streymir lífið hring Engin vinnst við köttinn glíma Hvæsir, glottir…skína tennur Veit að þolinmæði vinnur Skuggaköttur alla finnu

Subbupylsur á la Baddi frændi ;) (2 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég er búin að vera með flensu uppá síðkastið (játakk mér líður betur núna) og minntist þess í veikindunum hvað það er gott að geta fengið einhvern svona virkilega óhollan og sveittan mat öðru hvoru þegar manni líður eitthvað hálf-illa. Þ.a. ég ákvað að rifja upp uppáhalds “huggu-matinn” (comfort food) minn, sem hann Baddi frændi eldaði handa mér þegar ég var lítil :) ATH! Þessi matur er ofboðslega fitandi og hræðilega óhollur, þ.a. þeir sem hafa áhyggjur af línunum/hjartasjúkdómum ættu ekki...

Ýmis húsráð (9 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Mér datt í hug að senda inn nokkur gömul húsráð sem ég man eftir, m.a. frá ömmum og mæðrum :) Það er stundum ótrúlegt hvað maður getur bjargað miklu með þessum gömlu ráðum og þau hafa allavegana virkað fyrir mig. Of mikið salt/krydd: skrallaðu hráa kartöflu og leyfðu henni að sjóða með, hún drekkur einhverra hluta vegna í sig aukabragðið. Þú gleymdir að sjóða kartöflur: taktu stálnagla og settu þá í kartöflurnar, þá sjóða þær hraðar. (Notar einhver ennþá soðnar kartöflur???) Eitthvað er ekki...

Texti sem veit ekki hvað hann vill vera :S (9 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 1 mánuði
(Dauði förufálkans) Hann kom til mín að vori. Sveipaður í kufl brostinna vona, sem hlotið höfðu endurskírn í eldi augnabliksins. Lokkaði og seiddi með ósögðum loforðum, horfnum helgidómum æsku minnar. Og ég minntist fornar myndar sjálfrar mín og klæddist grófofnum kyrtli eyðimerkurvindanna sem forðum léku um goðsögn horfinna heima. Eloin! Ómaði rödd pílagrímsins úr gleymdum fylgsnum veru minnar. Og ég mundi aftur hvert leið mín lá. Hlekkirnir brustu. Og ég tók staf minn og hélt áfram...

gildran/aldrei nóg (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
ískalt loftið umlykur líkama þinn hreyfingarlausan ég leggst upp að reyni að hlýja þér (hjálpa þér að lifa?) “taktu mitt” segi ég “ég á of mikið” og sjóðandi blóð mitt kólnar lífið fjarar út þar til við bæði liggjum ísi lögð aldrei nóg

Varðandi þetta áhugamál. (5 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
(Ég ætla að senda þetta hérna inn, þar sem ég fann engan kork sem mér fannst viðeigandi.) Sæl öll þið bókmennta/lista fíklar. Ég vil byrja á að lýsa ánægju minni með þetta áhugamál og ykkur öll sem stundið það. Á hinn bóginn er ég með nokkrar spurningar varðandi áhugamálið Bókmenntir og listir. Í fyrsta lagi þætti mér notalegt að vita hver/hverjir eru umsjónarmenn. Ég er kannski eitthvað sein að fatta, en ég finn hvergi neinar upplýsingar um það. T.d. sendi ég mynd fyrir 3 dögum síðan og...

Kjánakvæði (5 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hérna er eitt sem er gjörólíkt því sem ég sendi síðast :) Meira til gamans gert, en þó fylgir flestu gamni einhver alvara…. _____________ Kjánakvæði Segjandi eitt en meinandi annað Elur sér fíflið, sjálfumglatt Lygi um eigið virði sannað Yrði ekki verr, þótt hann segði satt Skáldið horfir og höfuð hristir hofmóðug dæsir með auga í pung ekki vild'ún að æruna misstir erkikjáninn, þótt byrðin sé þung Henni er sama hvar landið liggur liðug og frjáls hún ávallt er engar ölmusur ungmærin þiggur en...

Sjálfkalin (5 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
(Gamalt, gamalt, gamalt…þarf samt að koma því frá mér.) Ég veit af honum fyrir utan gluggann Sársoltið ýlfrið verkjar í beinum Eftir öll þessi ár situr hann ennþá um stúlkuna, Sem einusinni var ég. Ísköld og holdvot Stóð hún í snjónum með blóðugar hendur Of lítill náttkjóll, blákaldir fætur og stúlkan Sem einusinni var ég. Fram og aftur ráfar hann Út um gluggann vill hún Ég held henni fast í örmum mér, stúlkunni Sem einusinni var ég. Hún er svo köld, hjartað gapandi sár Hún man myrkan...

Að þrífa eftir hundinn... (6 álit)

í Hundar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég hef ekki verið á huga í nokkra mánuði og er ekki búin að skoða allt greinasafnið, þ.a. ég biðst velvirðingar ef þetta mál hefur þegar verið rætt. Ég á mjög stóran hund, sem fær göngutúr MINNST 3-4 sinnum á dag. Eins og fólk og önnur dýr þurfa hundar að pissa og kúka oftar en einusinni á dag (hugsiði ykkur að geta ekki farið á klósettið hvenær sem þið vilduð!!!!), auk þess að fá næga hreyfingu. Ég hef alla tíð þrifið samviskusamlega eftir mína hunda, enda finnst mér það algjörlega...

Reykjanesbrautin (29 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Jæja, þá byrjar sú umræða eina ferðina enn. Reykjanesbrautin. Finnst ykkur ekki undarlegt að miðað við þá miklu umferð sem fer um þennan veg, þá skuli Reykjanesbrautin ennþá vera EINBREIÐ í báðar áttir? Tíðni banaslysa á þessum vegi er ótrúleg og satt best að segja þá finnst mér það engin furða, miðað við aðstæður. Umferðarþunginn og hraðinn er gífurlegur. Þarna um fer öll umferð milli Reykjavíkur og byggðarlaga á Suðurnesjum, fyrir utan ALLA umferð inn og út úr LANDINU með flugi. Miðað við...

Rugliruglirugl (deit-raunir hvítu gaupunnar....) (8 álit)

í Rómantík fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Sum ykkar muna kannski eftir póst frá mér í haust, um vandræði einhleypingsins :) Líf mitt, sápuóperan, er alltaf jafn skrýtið. Hérna kemur vaðallinn: Ég ákvað fyrir 2 vikum síðan að fara bara að deita á fullu, mér leiðist allavegana ekki á meðan. Setti mér þá grunnreglu að ef ég finn ekkert að honum (geðsjúklingur, alkóhólisti, kjáni, falskur, flagari….) þá skal ég bara deita hann. Nú er ég komin í vandræði :o/ Ég er eiginlega búin að fara á of mörg deit, með of mörgum aðilum. Ég er orðin...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok