Andvöku nótt, þögnin tekur völdin svefnlausar sálir, svífa um göturnar í dimma herberginu dansar ljósið í græjunum augun virðast lifa sjálfstæðu lífi Heilinn gerir uppreisn, flakkar hingað og þangað einmannaleikurinn kemur í heimsókn og fær sér kaffi tíu dropa hann drekkur, flýgur síðan í burtu Andardrátturinn verður djúpur, dregur hægt Meðvitundin sofnar, ljósið hefur verið kveikt sálardansinn duninn, frelsið fagnað í föruneyti meðal sála, ferðin farinn Gleymda ferðin er hafin