Ég fer stundum svona útúr líkamanum þegar ég er að sofna, en þá horfi ég niður á mig liggjandi þarna og mér finnst ég vera að kafna, ég reyni að öskra, öskra yfirleitt á kærastann minn og bið hann um að hjálpa mér, en ekkert heyrist ég reyni að sprikla en ekkert gerist. Þetta er mjög óþæginleg tilfinning. Ég reyni samt alltaf að vakna og held að ég nái því en þá gerist þetta aftur. Og aftur , eins og algjör hringavitleysa. Svo þegar ég vakna loksins þá hjúfra ég mér nær kærastanum mínum og...