Ég verð að segja að ég hef séð þessa mynd og ég hló ekki mikið. Ég gerði mér samt alveg grein fyrir því að þetta væri viðbjóðslega fyndin mynd en ég horfði ein á hana og komst þannig að þvi að þessa mynd verður maður að sjá með vinum. Ég ætla einhverntímann að sjá hana með öðru fólki og þá mun ég grenja úr hlátri. Ójá.