Þessi er klassík. Abbadísin í nunnuklaustrinu (yfirnunnan) boðaði neyðarfund í klaustrinu einn daginn. Þegar allar nunnurnar voru komnar sagði abbadísin: “ Það fannst smokkur í nunnuklaustrinu!” Þá urðu allar nunnurnar hneykslaðar nema ein sem hló. Abbadísin hélt áfram og sagði: “ Og hann var notaður!” Þá hneyksluðust allar nunnurnar nema ein sem hló. Síðan sagði abbadísin: “ Og það var gat á smokknum!” Þá hlógu allar nunnurnar nema ein sem leið yfir.