Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Stjúpbörn

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Sjálf á ég 3 stjúpbörn sem ég dýrka…Ég er enginn vinkona mömmu þeirra en reyni alltaf að vera almennileg við hana (getur verið erfitt), barnanna vegna…Sjálf á ég einn strák og hann á stjúpmömmu, við erum góðar vinkonur. Mér finnst það mjög fínt. Ég viðurkenni það að mér fannst þetta mjög fáranlegt fyrst en svo finnst mér þetta bara eðlilegt. Mér er ekki illa við að hún komi við í uppeldinu á syni mínum og er líka alltaf að segja henni að skipta sér meira af uppeldinu. En hinu megin þá vill...

Re: Hjálp, hvað getur þetta verið???

í Dulspeki fyrir 21 árum
Ég hef oft lent í þessu og aldrei vitað hvað þetta væri. En mikið er ég fegin að þú skrifaðir um þetta :) Eitt sinn þegar þetta kom fyrir mig en þá var það kannski svolítið öðruvísi því að ég var á gjörgæslu eftir að sonur minn var tekinn með keysara. Ég man svo vel eftir þessu að ég var sofandi en svo allt í einu fór ég að heyra raddir. Ég fór að hlusta betur og fór aðeins að ranka við mér en þó ekki því hugur minn var vakandi en líkaminn ekki. Ég heyrði að mamma, pabbi og barnsfarðir minn...

Re: Sambandi við könnun um ættgengar nornir.

í Dulspeki fyrir 21 árum
Ef þú lýtur á þetta sem bögg þá verður þetta bara bögg. Ég er berdreyminn og ég er þakklát fyrir það. Afi hvaddi mig þegar hann dó og það þótti mér voðalega vænt um. Rétt áður en ég átti son minn þá dreymdi mig nokkra drauma. Fyrst að þetta yrði strákur. Hann myndi fæðast fyrir tímann. Að hann myndi fara í hitakassa en myndi ekki vera þar lengi. En hann myndi veikjast alvarlega en myndi svo ná sér. Þessir draumar stóðust alveg og það var mjög gott að fá að vita svona :)

Re: Reimt í húsinu hans pabba?

í Dulspeki fyrir 21 árum
Þú ert alls ekki orðinn geðveikur. Ég lenti í þessu þegar ég var stundum heima hjá fyrrverandi tengó og gisti oft hjá þeim. Þau áttu heima í gömlu húsi sem foreldrar fyrrverandi tengdapabba byggðu.Þetta var áður en mamma hans dó en faðir hans hafði dáið nokkrum árum áður. Alltaf á næturnar þá heyrði ég í einhverjum fram á gangi. Fyrst var ég hrædd en svo átta mig á því að þetta var pabbi fyrrverandi tengdapabba svo ég róaðist niður. Ég veit það að hann er ennþá á vappi á næturnar en enginn...

Re: Nammidagar, sígarettudagar??

í Börnin okkar fyrir 21 árum
Ég held að það sé verra að konan reykji fyrir framan barnið heldur en að kaupa sígarettur.

Re: Hrædd við að eignast börn :/

í Börnin okkar fyrir 21 árum
Ég veit alveg hvernig þér líður. Ég var reyndar ekki nema 17 ára þegar ég var ólétt og á 18nda ári þá eignaðist ég lítinn prins. Ég var rosalega hrædd og var alltaf að pæla hvort að ég væri nógu góð móðir fyrir hann. Ég og barnsfaðir minn hættum saman þegar hann var lítill. Núna er ég með manni og hann á þrjú börn og allt gengur vel. Við erum að pæla að koma með eitt enn. Ég er voða spennt fyrir því en vil verða ólétt fyrr en við erum búin að vera allaveg 2-3 ár lengur saman :) En gangi þér...

Re: Nú er sko komið nóg!

í Rómantík fyrir 21 árum, 1 mánuði
Já ég er alveg sammála þér með þetta að fara skrifa eitthvað jákvætt hér inn, þó það væri ekki nema af og til. Ég er búin að lesa nokkrar greinar hér inni og sumar eru svo neikvæðar að þær hreinlega draga mann smá niður. Þetta er stórkosleg hugmynd hjá þér. kv. Lowe p.s til hamingju með erfingjann sem er á leiðinni :)

Re: Þarf ykkar álit en engin skítköst!

í Dulspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég held að hún sé bara að hafa auga með þér og hún veit að þú saknar hennar sárt. Það gæti verið að hún sé að reyna hjálpa þér með að ná þér. Það er áfall að missa ástvin og oft erfitt að sætta við að ásvinur manns sé farinn á annan stað, eða það fannst mér þegar ömmur mínar og afar dóu. Þegar föður afi minn dó þá man ég eftir því að hann kom til mín í draumi nóttina sem hann dó og kvaddi mig. Það þótti mér rosalega vænt um og var einhvern veginn sáttari að hann væri farinn á annan stað því...

Re: Ástin

í Rómantík fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég er búin að vera með mínum í bráðum 3 ár og ég verð ástfangari af honum með hverjum degi og elska hann alltaf meira. Mér finnst hann hinn eini sanni. Ég er búin að vera með 3 öðrum á undan honum og mér hefur aldrei liðið eins og mér líður núna. Oft þegar hann kemur heim úr vinnuni þá tekur hjartað kipp og fiðrildin fara á flug í maganum á mér. Við vonumst til að vera saman alla ævi og stefnum á það.

Re: Gaman á Krít

í Ferðalög fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Vinkona mín var að koma frá krít. Henni þótti alveg rosa gaman. Hún ætlar að fara aftur og það er aldrei að vita nema ég fari með henni.

Re: Perla litla

í Hestar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Já við eigum líka von á því að hún muni reyna einu sinni eða tvisvar að henda manni af baki. Mamma hennar var allavega þannig hún reyndi að henda kærasta mínum þrisvar af baki og ekkert meira eftir það.

Re: Fagri Blakkur

í Hestar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Já hann hefur farið vel með hann því að hann er svo mikill dýravinur. Hann er ekki of góður og ekki of harður hann fer oft með þá eins og hann sé að ala upp börn :)

Re: Embla....

í Kettir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Já ég er búin að auglýsa eftir heimili handa henni allstaðar sem mér dettur í hug.

Re: Aldursmunurinn er alltof mikill :(

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég skil þig svo sem ef þar að segja að þú sért alltaf að passa systur þína og fáir ekki að lifa þínu lífi. En ég efast um að það sé svoleiðis. Þegar ég fæddist þá voru bræður mínir 6 og 8 ára. Sá eldri var ekkert rosa hrifin af mér þegar ég kom heim en sá yngri var hæst ánægður hann var alltaf í mömmó með mig og alltaf að leika við mig. En sá eldri lék sjaldan við mig og fór sjaldan út að labba með mig. Sambandið á milli mín og þann eldri er farið núna aðeins að batna en þegar ég var yngri...

Re: Finn á mér

í Dulspeki fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Hahahahaha Kexpakki ekkert smá fyndið. Kanntu fleiri aula brandara?

Re: Vangaveltur

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Ég myndi ekki hafa áhyggur. Börn eru oft algerar bollur svona ung en svo oftast þá rennur spikið af þeim. Ég og bróðir minn vorum rosalegar bollur þegar við vorum smá börn svo þegar við fórum að labba og hreyfa okkr meira þá rann þetta af okkur og eftir það þá vorum við grönn. Og erum ennþá :)

Re: platpabbinn

í Börnin okkar fyrir 22 árum
Já þetta er svoldið eigingjarnt af þér að mótmæla því að þau fari saman í sumarfrí. En það er eitt sem þú getur örugglega huggað þig við að barnið þitt mun örugglega líta á þig sem eina pabba sinn, hinn á örugglega eftir að vera bara stjúp pabbin. Sonur minn var 4 ára þegar ég kynnti honum fyrir kærasta mínum og hann er 6 ára núna. Hann lýtur á kærasta minn sem stjúp pabba en hefur aldrei kallað hann pabba. Svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggur.

Re: gott að eiga góða að en.........

í Heimilið fyrir 22 árum
Það gæti verið. Ég er svo mikil klaufi á svona :)

Re: Fáránlegt!

í Hestar fyrir 22 árum
Það er alveg ótúlegt hvað fólk þarf að alltaf að spinna upp einhverjar slúður sögur. Og líka hvað það þarf einhvern veginn að lifa á þeim. Ég skil þig mjög vel, bara hunsa þetta fólk!

Re: Hey! You! ég er irckari..eehh..ég var það

í Netið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þetta er svona á irkinu og oft verra en það. Annars var þetta mjög fín grein :) Og maur ekki móðgast en í guðanna bænum lagaðu stafsetninguna. ;)

Re: Maðurinn og konan.

í Dulspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sko hún sendi grein í vikuna.

Re: Maðurinn og konan.

í Dulspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Það hefur örugglega verið ég.Því að ég er ung kona :) Mamma sendi grein um þetta í vikunni.

Re: Afi minn kvaddi mig.

í Dulspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Já þetta auðveldaði mér mjög mikið.

Re: What is the world coming to!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þú ert alls ekki gamalsdags!Svona er bara þróunnin.Ég er ennþá að átta mig á þessu.Þegar ég var 11 ára þá var ég bara í minni mínu mús peysu og var ekkert farin að pæla í strákum,fara að mála mig eða ganga í g-streng.Ég vissi ekki einu sinni hvað g-strengur var hehehe :)Ég byrjaði ekki að mála mig fyrr en ég var orðin 14 ára,átti fyrsta kærastann 16 ára og fékk mér minn fyrsta g-streng þegar ég var 20 ára.Ég á eina 12 ára fóstur dóttir sem er aðeins byrjuð að mála sig og er búin að prófa að...

Re: Hefur þú séð draug?

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Já ég hef séð draug en ég vil frekar kalla þetta sál.Ég veit ekki afhverju :) Það var þannig að ég og kærasti minn vorum að pakka niður á fullu og ég var að setja niður í kassa þegar ég sá “kærasta” minn labba framhjá mér ég sá hann ekki alveg sá bara labbirnar á honum og að hann var að fara inn í herbergi.Stuttu seinna fer ég inn í herbergið og sé hann ekki þar og hugsaði með mér hvar hann skildi vera.Ég leitaði út um alltf af honum svo loks fann ég hann og þá var hann úti í bíl að raða í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok