Ég er búinn að vera að fikta á rafmagnsgítar í um 3 ár, missti áhugann á þessu fyrir ári síðan en fékk núna nýjan kraft og var að hugsa um að fara út í þetta af fullri alvöru. Ég fór að hugsa um að leita mér að kennara eða leiðbeinanda sem gæti hjálpað mér við þetta, ég lærði mikið sjálfur á sínum tíma, og svo er ég með 7 ár af tónlistarskólanámi að baki (píanó), en vantar einhvern sem getur bent mér á hvað ég er að gera rangt og hvað mætti betur fara, hvað ég þarf að æfa og hvernig er best...