Fyrir nokkrum vikum, á mínu daglega rölti um internetið rakst ég á umræðu um tónlistarmanninn Mat Jarvis, þar sem hann hafði nýverið endurútgefið einu breiðskífu sína, “Gas 0095” á nýjum net-label, Mcroscopics (www.microscopics.co.uk ). Ég athugaði síðuna, hlustaði á nokkur tóndæmi af plötunni og þremur mínútum seinna var ég búinn að kaupa hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að kaupa tónlist í formi stafrænna skráa, en þarna fannst mér eins og óuppgötvað meistaraverk væri á ferð og að...