Ég myndi ekki nenna að hafa Border collie í þéttbýli en þeir eru fínir í sveitum. Þeir eru mikið notaðir til þess að smala og svo er einnig mikið verið að keppa með þeim í smalamennsku. Ég á tvo, tík og hund og er búin að eiga fleiri. Þeir eru/voru allir mjög ólíkir. Hundurinn minn er t.d. mjög agressivur gagnvart ókunnugum en tíkin elskar alla. En eitt eiga þeir allir sameiginlegt þeir þurfa alltaf að vera að gera eitthvað, leika sér, vinna, smala, æfa sig, og ef þeir fá ekki nóg að gera þá...