Þegar Hafró kom fram um daginn með nýja stofnstærðarmælingar á fiskistofnunum, þá varð allt vitlaust í þjóðfélaginu. Allir höfðu skoðun og allir vissu betur en Hafró. Þingmenn og ráðherrar voru þar fremstir í flokki. Þeir hrópuðu á torgum að nú yrði að taka Hafró á beinið og kenna þeim fræðin eða hreinlega fá annan aðila í verkið. Með öðrum orðum skipta Hafró út fyrir aðra betri.(Þá sjálfa kanski?) Sjávarútvegsráðherra tilkynnti að hann ætlaði að fá erlenda “sérfræðinga” (dæmalaus þessi...