“Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann”? Sagði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukku Laxness þegar það álitamál kom upp hvort morð hafi verið framið eða ekki. Þessi orð koma upp í hugann þegar maður les og heyrir um aftöku, líflát, dráp, eða morðið á Ahmed Yassin, nokkuð sem er ein aðalfréttin í fjölmiðlum þessa dagana. Enn og aftur vekur það furðu mína hvað íslenskar fréttastofur éta hugsunarlaust upp orðalag erlendra fréttastofa sem margar hverjar eru handgengnar síonistum...