Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Rok í reykjavík! (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það er óró í loftinu. Ég horfi yfir reykjavík og ég finn fyrir jörðinni mótmæla. Reiðin yfir gjörðum okkar kraumar taktfast undir yfirborðinu. Það er hræðsla í loftinu. Ég horfi á fólkið flýta sér, bregða fótum sínum hvert fyrir annað í eilífu lífsgæðakapphlaupi. Og á endalínunni stendur með útbreiddann faðm, drekkhlaðin fölskum vonum, Glötun. Það er angist í loftinu. Ég horfi til himins, og ég sé vindinn reka illa reytt skýin áfram. Hann veit það sem ég veit, að þau vilja ekki lengur stoppa...

Að eilífu amen. (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Blóði drifinn slóðinn, brotnar varnir. Beina litlu ljósi burt, og brjóta niður hljóðin. Foreldrarnir farnir, litla ljósið myrt. Við misstum bæði móðinn, nú þér opnast himnaslóðinn, svo ei lengur til þín spyrst.

Ráðvillingur (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hvað átt þú með það, að birtast óboðinn og sparka jörðinni óþyrmilega undan fótum mér? Hver er það sem bað þig að ganga um einsog þjófur að nóttu sem verslar með stolin hjörtu? -Hver er það sem bað mig? Heyrðu kæra vina Þitt hjarta er svo sannarlega ekki stolið, þú fleygðir því í mig eftir fimmta bjórinn.

Kveðja (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég horfi á hana berjast við tárin, hún er of stolt til að sýna það að hún muni sakna mín, hún þykist vera orðin stór. Allavega nógu stór til að gráta ekki, fyrr en útidyrahurðin skilur okkur að. Er ég geng í burtu, lít ég í augun sem eru svo undurlík mínum eigin. Hún kreistir fram bros sem á að gefa til kynna að allt muni vera í góðu lagi. Ég kvíð þessarar stundar, því við verðum alltaf að kveðjast, og innst inni veit ég að það brýtur hana smám saman niður að horfa á öryggisnetið fljúga af...

Svarið. (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þú. Þú bankaðir uppá, komst færandi hendi með nýtt líf í farteskinu. Þú. Þú ert svo bjartsýn með þitt agnarsmáa hjarta og ég, einsog ég er get ekki feisað þig fyrr en eftir nokkur ár. Þú. Þú ert svarið við spurningunni sem ég þori ekki að spyrja.

Loksins kona!! (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ýmind næturinnar, ljómaði í augum mínum þegar ég leit í spegilinn í dag. með úfið hárið og og klórför á bakinu horfði ég á sjálfa mig beit í vörina og brosti útí annað. og loksins finn ég það, í dag er ég kona.

Egó eða hvað? (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Egóisminn betri enn flestir, brosir breytt í spegilinn, Brak og brestir.. Spegilmyndin flöktir. Andlitið frosið og ef þú horfir dýpra inn, undir falska brosið þar sundurskorin sálin höktir.

Lognið í garðinum hennar. (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hún stendur úti, ein. Í heitri rigningunni, rétt eftir storminn sem geisaði, okkar á milli í nótt. Andar yfirvegað að sér nýju betra lífi, sem grær í garðinum hennar. Hún reytir illgresið, og fleygir því í dallinn sinn, þar sem við liggjum með berar ræturnar.

kenndirnar þrjár (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Í endaleysu himinhvolfsins Leynist alheimsmiðja. Þar einmana situr og grætur brostin alheimsgyðja. Á öxlum hennar hvíla, kenndirnar þrjár, söknuður,harmur og hjartasár. Gabríel nefnist hann, sá er hún grætur. Guðs hægri hendi féll í húmi nætur. Á guðs refsivendi hann gaf engar gætur, brostinn af hendi sér ástina lætur. Í viðjum alheimsmiðju horfinn heimur. eitt sinn órofin heild þessi himingeimur. Það sem þau lifðu fyrir,var ástin. áður órofin heild,er nú brostin. dregin nauðug frá...

Stjörnur augna minna. (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hann einn er þess megnugur, að draga fram huldar stjörnur augna minna. Hann einn fær valdið, ógnarbjörtum bjarmanum. Og er hann hvístlar að þeim ástarorðum þá geta allir borið augum, stjörnuregnið er það fellur af himnum augna minna.

Fullkomið andartak. (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Fullkomið andartak. Ég þú, og ævarandi trú, á kerti og olíur. Fullkominn koss. Varir losti, þrá og þorsti. Fullkomin útreið. Stunur sviti heitt, tvö rennum saman í eitt. Áköf. Andköf. … Brosum týnd í Fullkomnu andartaki.

Endastöð. (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég veit, það breytir þig engu þó svo ég segðist, elska þig afar heitt. Þú starðir enn á mig, með grátbólgin biðjandi augu, þagðir þunnu hljóði skildir ekki neitt. Heimur þinn hrundi, á andartaki… Neistinn sem við deildum í augum mínum, Auðlind sem þú mergsaugst? en hverju gat ég breytt? Ég var uppurin.

Uppgjöf. (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Finn ekki fyrir fótum mínum síðan þú hvarfst, ein og yfirgefin græt á meðan raddirnar nálgast, í myrkrinu. Nístandi sársaukinn heltekur mig, og ekkarnir brjótast fram. Tárin sem ætluð voru þér, hurfu líkt og sólin hvarf sjónum mínum. Fingurnir dofna og blána, allt verður hljótt. Usss…. Raddirnar þjarma að mér í myrkrinu, hjarta mitt stöðvast af hræðslu. Og andvarinn leikur um síðasta tárið, sem frýs í minningu á vanga mínum og hvístlar, svo undurblítt… Ekki vera hrædd… Ég elskaði þig alltaf…

Ástleysi (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
(Ég samdi þetta þegar ég var að hætta með fyrstu ástinni minni:) ………………. Tíminn er að kominn, böndin hægt að rofna. Ég sit hérna dofin, og mig langar bara að sofna. En ég má ekki sofna, ég verð að reyna að vaka, ég horfi á heim minn klofna. En mig er ekki að saka, þó svo heimur minn klofni, og allir bendi í átt að þér. Af því ég er lífið, lífið inní sjálfri mér.

Nafnlaus. (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Í huga mér, þeir eru silkilagðir stígarnir, þar sem hún gengur. Í hjarta mér, dofnar minn fegursti hljómur, hún býr þar ei lengur.

Maðurinn í horninu. (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Grimm er röddin er hann í glasið teymdi, skildi svo einann á botninum og gleymdi. Er hann var ungur stóra drauma dreymdi, Báðir hnefar krepptir, nú er ekkert eftir… Nema skömmin ein og eymdin. Situr sár og bitur,stoltið sorfið. Hann grætur því að lífið hans er horfið, hann tapaði öllu,drakk það undir borðið, með angurværa ósk um dauðann dreymir, er áfengisbölið hann í sortann teymir… hann starir einn í kolsvart himinhvolfið.

Viskubit. (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Dregin upp til himna, skilin, falin, ein. Eitthvað ekki rétt. Hljóðlega fellur saman hjartað sem hún eitt sinn átti. Óvíst er um framtíðina, feiknar bjarta. Þó ávallt dofinn hugurinn, leitandi, ótrauður heillar alla. En enn hún er þó falin, í hugskoti fallins engils.

Sólin sefur. (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Himnarnir hana svipta, ljósi augnanna hennar kæru. Og senda þreytta sól, í hlýja arma draumanna væru. Og á meðan hún mjúklega líður, á meðan hún sefur vært. Þeir hlaða upp stjörnuhirðar, á ljósinu sem skín svo skært. Svo stjörnurnar bíða ólmar, lífsins sem þarna kraumar. En draumarnir tæru björtu, þeir eru þó en hennar draumar.

Leit að lífi. (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég lagði upp í leit, í leit að því sem ég hélt, að fyrirfinndist ekki á þessari jörð. Ég sá þig í fjarska, hrópa á mig, beytti um átt og stefndi að þér. Lokað hjarta þitt, er í mínum hug, ekkert nema ónumið land. Við heilsumst, og ég sigdi upp með ströndinni. Blíð snerting þín, vísaði mér í höfn. Mjúkur koss þinn, batt landfestar þegar ég sá ekki til. Af hreinni forvitni, klifraði ég yfir varnargarðana. Við mér blasti bros þitt, breiðara en regnboginn, sem breyddi sig yfir himinhvolfið...

Að dýrka upp lása. (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Óafvitandi braut hann brot úr hjarta sér þetta kvöld og laumaði því í vasann minn. Vitandi að brotið yxi og ylli honum hugarangri í húmi næturinnar. Skelkaður gengur hann um í hjarta mér. Reynir ákafur að finna festu hræddur liggur hér varnarlaus með hjartað sitt læst og lykilinn löngu týndann. Og þó svo hugur hans sé órafjarri þá hrópar brotið í vasa mér: Ef þú kannt að dýrka upp lása, gætirðu? Myndirðu? Viltu þá hjálpa mér.

Sara. (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hún hvístlaði blíðlega í eyra mitt, "ég þrái að snerta þig… þú ærir mig. Ég lít í þessi djúpu augu, týnist örskamma stund og strýk hvítt, silkimjúkt hörund hennar. Hún á mig.. hún tærir mig án þess að vita, að þessar varir, brenna varir mínar. Að þessi brothætta sál, skilur hjarta mitt eftir blæðandi sárum. Snertingin upp eftir hnakkanum, svo fíngerð, svo rafmögnuð að hárin rísa. Lág stuna deyr út á vörum hennar, augnablik sem ég þrái að ná. Bara ef.. ef ég fyndi augnarblikið, þá myndi ég...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok