Ég lagði upp í leit, í leit að því sem ég hélt, að fyrirfinndist ekki á þessari jörð. Ég sá þig í fjarska, hrópa á mig, beytti um átt og stefndi að þér. Lokað hjarta þitt, er í mínum hug, ekkert nema ónumið land. Við heilsumst, og ég sigdi upp með ströndinni. Blíð snerting þín, vísaði mér í höfn. Mjúkur koss þinn, batt landfestar þegar ég sá ekki til. Af hreinni forvitni, klifraði ég yfir varnargarðana. Við mér blasti bros þitt, breiðara en regnboginn, sem breyddi sig yfir himinhvolfið...