Ég upplifði kraftaverkið í sjálfinu. Hrædd og örmagna eftir langa leið. Blóðrauð sprengingin, einn sjóðandi hver, og allir geislar sólarinnar dönsuðu í skjálfandi líkama mínum. Út úr hitamistrinu steig nakin,óvarin sálin. Ósjálfbjarga eins og nýfætt barn án fyrstu snertingar. Hægt,já svo ofurhægt mættumst við,svifum svifum á braut í algleymis andartaki endurfundanna. (1992)