Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Lorem
Lorem Notandi frá fornöld 652 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu

Gyðjur ljóssins. (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þegar sólin sest í lygnan sæ sofa dalsins börn í rökkurró. Djúpir draumar setjast að í bæ dætur lífsins veita hugarfró. Þær dansa inn í draumaheiminn þinn í djúpi sálar þinnar leita svars. Stjörnuglitri strá á okkar kinn syngja inn í huga sérhvers barns. Ljóðin þeirra lífga hverja sál ljósagyðjur hofs í heimi fjær. Tendra okkar hjartans ástarbál tilfinningum okkar traustið ljær. Í lífsins ljós þær bjóða okkur inn leyndardómsins salur opinn er. Heilun hjartna okkar þar ég finn sorgarinnar...

Óður til lífsins. (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Faðmaðu ljósið gefðu lífinu litfagurt ljóð. Þá veraldarheimur hylur hjartans glóð. Þrumur þá drynja eldingar lýsa himinn á heljarslóð. Daggir þá drjúpa á krossinum helga englar þögulir krjúpa. Lúta í lotningu, Lausnara vorum biðja, friður á jörð. SR(1994)

Haustið. (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Æðapúls haustsins slær hraðar í dag. Litir gleðinnar falla einn af öðrum við hvert fótspor mitt. Laufblöðin svífa svo létt mynda rauðan dregil eins og það vilji segja, hér er ég,lífið sjálft njóttu mín barn náttúrunnar. Ég anda að mér ilminum af móður Jörð. Skynja visku hennar strýk moldina,leggst í hlýjan faðm hennar,sofna.

Sálin. (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég upplifði kraftaverkið í sjálfinu. Hrædd og örmagna eftir langa leið. Blóðrauð sprengingin, einn sjóðandi hver, og allir geislar sólarinnar dönsuðu í skjálfandi líkama mínum. Út úr hitamistrinu steig nakin,óvarin sálin. Ósjálfbjarga eins og nýfætt barn án fyrstu snertingar. Hægt,já svo ofurhægt mættumst við,svifum svifum á braut í algleymis andartaki endurfundanna. (1992)

HRÍM. (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég horfi inn í hjarta mitt HRÍMKALLT hugarangur þitt var mitt og mitt var þitt þar endar lífsins gangur. Allt sem átti ég með þér andartak í leyni hjartað sundurbrotið gler ég græt, þér aldrei gleymi. Ef ég ætti leyndarmál enn það myndi snúast allt um þig og þína sál það mér þætti ljúfast. ALLT tekur enda “efalaust” ein um veginn reika sumar kveður,komið haust kærleiks hætt að leita.

Leiðarljós. (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég stend á brún lífs og dauða. Gömul viðhorf drukkna,hverfa í sæ hreinsunar. Nýfædd hugsun fær næringu af umburðarlyndi hjarta míns. Ég er á krossgötum lífsins, andi minn er áttaviti,framtíðin leiðarljósið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok