Sælt kranavatn Á mínu heimili eru yfirleitt bakaðar 10 sortir. Mest gerum við af piparkökum, spesíum og lakkrístoppum. En síðan eru líka bakaðar ólaköku,siggakökur, ásakökur og bjössakökur, kókostoppar, mömmukossa og síðast en ekki síst loftkökur! Síðan förum við í saumaklúbbnum reyndar líka alltaf í bústað í desember og erum með svona söruverksmiðju, þá eru sumar er í botnunum aðrar í kreminu og síðan frystum við afraksturinn og dýfum í súkkulaði daginn eftir. Það er voða gaman og jólalegt ;).