Hundurinn gekk eftir Laugaveginum og horfði í kringum sig…ráðvilltur á svip. Hann hafði verið að djamma alla nóttina og var nú að labba heim, klukkan að ganga þrjú um dag. Það var þessi köttur sem hafði ælt á hann kvöldið áður sem hafði brætt hjarta hans. Hann hét Pétur og var með fitugan, hvítan, skítsælan feld, greinilega ekki farið í bað síðan móðir hans færði hann í þennan heim. Hann gekk að brunahana, lyfti löppinni og meig bjórnum síðan í gær. Hann gekk hægt að pappakassanum sínum sem...