Hann leit sljóum augum yfir herbergið. Augun stoppuðu stutta stund við gamlan pizzakassa en mundi ekki síðan hvenær hann var. Hann leysti snúruna af upphandleggnum og lagðist á bakið á gólfið. Kikkið var ekki eins og síðast, það var minna og samt var þetta sami skammturinn. Í því kom hún inn, hún var illa klædd þó að frostið væri, hárið allt klesst og dökkir baugar undir augunum, hún bar lífernið utan á sér. Hún leit á hann og brosti dauft, gekk þar næst inn í samliggjandi eldhús og lér...