Ég held líka að það væri hel erfitt að halda parki við hérna á Íslandi, því einn daginn er kannski búið að shape-a til palla og palla uppá handrið og síðan daginn eftir er algerlega auð jörð. Það væri soldið battery að halda utan um þetta. En samt koma dagar þar sem snjórinn er nokkuð stable í marga daga………
Stefnt er að því að opna tvær lyftur á Suðursvæðinu í Bláfjöllum seinna í dag fyrir æfingar. Enn vantar meiri snjó en það virðist vera að rætast eitthvað úr því þegar þetta er skrifað. Enn hljóðar veðurspáin upp á éljagang fram eftir vikunni sem vonandi skilar þeim snjó sem vantar fyrir umfangsmeiri opnun. Nýjar upplýsingar um æfingaopnun í dag verða uppfærðar kl. 14. og ef marka má veðurspánna http://www.mbl.is/mm/frettir/vedur/ þá skal ég hundur heita ef þeir opni ekki eitthvað almennielga...
Reyndar lítur þetta bara vel út, þeir segja að það hafi snjóað eitthvað síðasta sólahringinn og það er allt á fullu þarna núna þannig ég held að þetta sé allt hið besta mál.
Ég ætlaði nú að láta svona link inná heimasíðuna mína ef hafði mig aldrei í það. Hér er samt eitt skemmtilegt lítið drop: http://www.go-riding.com/extreme/myndir/dropin/pages/DSCF2452.htm Þetta er í Ártúnsbrekkunni, hraðbrautin er þarna fyrir aftan.
Ætlaru að nota hana í funbox? ég myndi hugsa mig tvisar um, því hún mun ekki duga lengi held ég. En ef þetta á að vera svona lítill skratti sem þú hefur útí garði þá svosem veit ég ekki.
Ég hef ekki séð neina mynd af þessum sem þú nefnir. Hvernig nældiru þér í 91 words for snow?, kannski gefið mér adressu þar sem maður getur pantað þessi blöð sem myndin fylgir með..? skemmtileg grein TKB
Við fengum hann í Byko í timbursölunni þar, en þessi plata dugði ekki lengi, því hún rispaðist svo mikið. við máluðum hana bara og létum plexigler yfir, það hefur virkað vel. TKB
Bestu þakkir fyrir þennan fróðleik allan. En eftir að flest heimili verða komin með HD þá geta þau ennþá spilað PAL og NTSC ekki satt? og svona að lokum: heldurðu að maður geti með þessum nýju HD camerum fengið svona film look? er eitthvað sem kemur í veg fyrir að 24P stillingin geti verið? takk aftur TKB
Ok. 1. Segjum sem svo að væri ekkert spenntur yfir þessu HD formati. Gæti ég þá skrifað dvd úr þessari vél sem evrópsk og bandarísk heimili gætu horft á? 2. Eða notar þessi vél formatið NTSC og þar af leiðandi fyrir okkur evrópubúa sem notum pal þá gætum við ekki horft á þetta…?? 3. Væri engin leið að dvd diskurinn myndi virka í evrópu og usa ef ég myndi kaupa þessa vél? Og með þett HD format. Ég er ekkert spenntur fyrir svona “look through a window” gæðum en ef þessar HD camerur bjóða uppá...
Sko ég veit ekki hvort það sé endilega bara skítamórall hér á spjallinu inná hugi.is. Eins og meðferðin hefur verið að boxinu okkar félaga þá held ég að það sé bara almennur skítamórall í sumum brettamönnum íslands. T.d. áðan var ég að fara tjekka á boxinu sem ég hafði reyndar læst um viku áður, heyrðu ég kem að því núna og þá er búið að brjóta spýtuna sem keðjan var utan um og einhverjir nýgræðingar búnir að reyna láta boxið saman (sem auðvitað virkaði ekki) Það vantar alla virðingu í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..