Í augnablikinu er ég að koma undan helginni, farinn að vinna (já, veit, er með helvískann vinnutíma) Hvers vegna, getur maður spurt, er maður að taka að sér vinnu sem gefur lítið af sér í aðra hönd og ennþá minna í hina???? Svarið er einfalt, ég geri nærri því hvað sem er til að forðast hina týpísku 9-5 vinnu. Ég hef aðeins einu sinni á æfinni verið í það sem fólk gæti flokkað undir “venjulega” skrifstofuvinnu og hef ég reynt að forðast að lenda í henni síðan. Er þetta raunveruleika fyrring,...