Nú er loksins komið að hinum langþráða brúðkaupsþætti og það verður mikið um að vera. Xander og Anya ætla að gifta sig með stæl - allri fjölskyldunni hefur verið boðið. Fjölskylduhugtakið hefur tekið á sig frekar teygjanlega mynd þar sem hlið Anya samanstendur víst eingöngu af dímonum og álíka óvættum. D'Hoffryn, fyrrum vinnuveitandi Önyu, mætir á svæðið. Það er þó fyrst og fremst fjölskylda Xanders sem er til vandræða. Buffy, Willow, Dawn og Tara er neyddar í brúðarmeyjarkjólana frá helvíti...