Þátturinn sem sýndur var föstudaginn 2. maí var talsvert frábrugðin því sem venjast má af Buffy þáttum. Hann hét einfaldlega “The Body” var skrifaður og leikstýrt af höfundi þáttanna, Joss Whedon. Í stuttu máli sagði hann frá því hvernig Buffy kom að líki móður sinnar, þegar hún sagði systur sinni tíðindi, hvernig vinir hennar brugðust við fréttunum og þegar þau söfnuðust saman á spítalanum þar sem þau fengu að vita dánarorsök. En þetta er bara það sem gerðist á yfirborðinu. Í raun var ekki...