Hver sagði að Elvis væri ekki hamstur? Lætur hamsturinn hlaða gemsann Sextán ára strákur í Bretlandi, Peter Ash, hefur fundið upp hamsturknúið gemsahleðslutæki. Var þetta vísindaverkefni sem hann vann í skólanum. Tækið virkar þannig að hamsturinn Elvis hleypur í hefðbundnu hamsturhlaupahjóli, sem tengt er við rafal sem aftur er hægt að tengja gemsanum. Frá þessu greinir Ananova.com, og hefur eftir Peter að hverjar tvær mínútur sem Elvis hlaupi í hjólinu gefi hleðslu fyrir um hálfa...