Heyrðu kappi.. fyrst af öllu, eins og flestir aðrir hérna, mæli ég með því að þú byrjir í skóla. Ábyggilega einfaldasta leiðin til að kynnast krökkum á þínum aldri. Hvort sem þig langar að fara í Flensborg eða fara eitthvað út fyrir Hafnarfjörð í menntaskóla(ég gerði það.. ekki mikill hafnfirðinga-fan). Svo er það önnur leið sem verður að teljast viðurkennd í dag, það er einfaldlega að kynnast fólki á netinu. Bara að hafa varann á í þeim efnum, vilt ekki lenda á einhverjum Steina Njáls í dulargervi.