Sko, mamma mín hefur heyrt þetta og allt það en hún getur ekkert gert í málinu. Hann er húsbóndinn á heimilinu og allt sem hann segir er rétt… Og að flytja til pabba míns er ekki kostur, mér líður ekkert betur þar. Ég hef aldrei kynnst því að eiga pabba, alvöru pabbi minn, ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma þessu útúr mér…Það er eins og að hann hafi ekki pláss fyrir mig. Ég hef eiginlega aldrei fengið neitt frá honum nema peninga.