Mér finnast þetta vera mjög óhugnalegar auglýsingar. En mjög góðar samt. Þær vekja mann til umhugsunar. Og í sambandi við hvort að þetta sé við hæfi barna eða ekki.. Ég var nú að horfa á Stundina Okkar með litlu systur minni um daginn. Þar var einhver brjálaður sjórængingi með langan hníf, sem var að fara að ráðast á kvenkyns þáttastjórnandann. Svo stuttu seinna þá kom einhver saga um mann sem var að fara að saga Reykjavík í tvennt. Og þetta er allt í lagi af því að þetta er barnaefni?...