Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Myndbandið við framlag Íslands (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 11 árum, 8 mánuðum
Myndbandið var birt á netinu nú í hádeginu undir vefslóðinni eurovision.vodafone.is En það væri gaman að heyra ykkar skoðun, bæði á myndbandinu og þeirri nýju breytingu að flytja lagið á móðurmálinu okkar en ekki ensku eins og hefur verið venjan síðustu ár. Sjálfum finnnst mér mjög skemmtilegt að lagið verði flutt á íslensku úti í Malmö en þá er alltaf hættan að boðskapur lagsins komist ekki til skila. Eins er hinn handleggurinn að þegar lög eru fært yfir á annað tungumál þá verðu...

Röð laganna og þemað (1 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 11 árum, 10 mánuðum
Fyrri forkeppni Fyrri hluti Danmörk Króatía Úkraína Holland Austurríki Slóvenía Eistland Rússland Seinni hluti Litháen Serbía Írland Hvíta-Rússland Kýpur Svartfjallaland Belgía Moldavía Seinni forkeppnin Fyrri hluti Lettland Azerbaijan Malta Ísland San Marinó Macedonía Finnland Búlgaría Seinni hluti Ísrael Noregur Albanía Ungverjaland Sviss Georgía Grikkland Armenía Rúmenía Þemað Þemað í ár er "Við erum öll sem eitt" (á frummáli We are one). Það sem sænska ríkisútvarpið er að reyna koma fram...

Söngvakeppni sjónvarpsins 2013 (2 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum
Haldnar verða einungis tvær forkeppnir í ár Sú fyrri þann 25. janúar Sú seinni 26. janúar Keppnin verður í ár með örlítið breyttu sniði en verið hefur undanfarið. Í hvorri forkeppninni keppa aðeins 6 lög og þrjú komast áfram í úrslit. Auk þess hefur dómnefndin vald til að hleypa einu lagi til viðbótar í úrslitin ef ástæða þykir til. Því verða sex eða sjö lög í úrslitum í ár. Úrslitakvöldið sjálft verður 2. febrúar í Hörpu en eins og venjulega gildir símkostning helming á móti dómnefnd. Að...

Úrslit Eurovision (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Til hamingju með sigurinn Svíþjóð! Svíþjóð sigraði með 372 stig sem er 15 stigum frá metinu hans Alexanders Rybak. Næst fylgdu Serbía og Rússland en Ísland hafnaði í 19. sæti, jafnt Jedward bræðrum frá Írlandi.

Seinni forkeppnin (3 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Löndin sem komust áfram eru: Litháen Bosnía og Hersegóvína Serbía Úkraína Svíþjóð Makedónía Noregur Eistland Malta Tyrkland

Dagsetningar Eurpvision 2013 (3 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Þó svo að einungis sé ein forkeppni búin var fyrr í dag boðið til blaðamannafundar þar sem dagsetningar Eurovision árið 2013 voru kynntar. Þær eru eftirfarandi: Fyrri forkeppni: þriðjudagurinn 14. maí Seinni forkeppni: fimmtudagurinn 16. maí Úrslitin: 18. maí Bætt við fyrir 12 árum, 6 mánuðum:Að sjálfssögðu átti þetta að vera Eurovision í titlinum en  ekki "Eurpvision"

Fyrri forkeppnin (4 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Löndin sem komust áfram eru: Rúmenía Moldavía Ísland Ungverjaland Danmörk Albanía Kýpur Grikkland Rússland Írland Til hamingju Gréta og Jónsi! Annnars er spurningin, er e-ð lag sem þið sjáið eftir að hafi ekki komist áfram? Sjálfur sé ég eftir að Austurríki og Finnland hafi ekki komist áfram.

Eurovision trivia - lengdur innsendingarfrestur (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Þar sem ennþá er nokkur straumur af innsendingum af svörum úr Eurovision trivianu.  Loka skilafrestur er miðvikudagsmorgun kl. 08. Hér er Eurovision triviað aðgengilegt!

Eurovision trivia (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Vil minna á að núna er sólarhringur þangað til skilafresturinn fyrir Eurovision triviað rennur út. Ekki gleyma að skila svörunum ykkar inn fyrir kl. 12 á morgun! :) Hér er Eurovision triviað aðgengilegt! = = = = = = = = = = =  Að venju fylgir eitt gamalt og gott Eurovision lag með :)

Eurovision trivia (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Vildi bara minna á að í kvöld verður Eurovision triviað birt og verður skilafrestur fram á mánudag. = = = = = = = = = = = = =  Svo eitt gamalt og gott :D

Núna fer að styttast... (2 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Nú þegar innan við mánuðu er til úrslita í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer áhugamálið að iða af lífi. Þá fara notendur á fullt með spurningar, spekúleringar og fleira um keppnina góðu. Í ár ætlum við stjórnendur heldur betur ekki að halda okkur til hlés heldur ætlum við að auka flæði efnis inn á áhugamálið jafnt og þétt fram að kepninni. Til að þið kæru Hugarar getið orðið ennþá virkari læt ég fylgja með gróflega áætlun um hvenær nýtt efni frá stjórnendum sé væntanlegt. Fyrr í dag...

Myndbandið fyrir Mundu eftir mér (1 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Loksins er komið að því. Á mánudaginn verður myndbandið fyrir okkar framlag í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva birt fyrir augum almennings á vef Vodafone kl. 12. Hannes Þór, leikstjóri hjá Saga film leikstýrir myndbandinu en samkvæmt heimildum á myndbandið á spila á allan tilfinningaskalann. Einnig á það að vera bæði tekið innandyra og utandyra ásamt því að sýna Ísland í allri sinni dýrð. Hins vegar er stóra spurningin, á hvaða tungumáli verður lagið sungið í Baku? Mynd fengin að láni...

Miðar á Eurovision 2012 (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Það er komið að því! Fyrir nokkrum mínútum fóru miðar á fyrri forkeppni Eurovision í sölu (þ.e. þeirri sem Ísland er í) Síðan fara miðar á seinni forkeppnina í sölu 5. mars og á úrslitin 15. mars. Nánari upplýsingar um miðasöluna er að finna hér! Eða farðu beint á sölusíðu miða fyrir ferðamenn hér!

Glænýjar upplýsingar frá Baku (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 10 mánuðum
Núna hafa ýmsar nýjar upplýsingar borist af utan. Kjörorð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár er “light your fire”. Ástæðan fyrir vali kjörðorðsins er að Aserbæsjan er oft kallað land eldsins og því er eldur og logar víðsvegar um landið. Einnig er stolt þjóðarinnar oft tengt við eldinn. Kjörorðinu fylgdi einnig merki keppnarinnar sem núþegar er farið að skreyta áhugamálið hérna og síður keppnarinnar. European Broadcasting Union samþykkti í dag Baku Crystal Hall sem keppnisstað í ár...

Loksins... (1 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 10 mánuðum
Núna er loksins komið að því. Söngvakeppni sjónvarpsins er að hefja göngu sína á laugardaginn. Lögin sem flutt verða á laugardaginn eru: Leyndarmál í flutningi Íris Hólmar Rýtingur í flutningi Fatherz´n´Sonz Mundu eftir mér í flutningi Grétu Salóme og Jónsa Stattu upp í flutnini Blás Ópals. Við hjartarót mína í flutningi Heiðu Ólafsdóttur Nánar á ruv.is/songvakeppni

Vilt þú verða virk/ur? (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 13 árum, 1 mánuði
Þótt það séu rúmlega 200 dagar í keppnin og ekki ennþá opinberleg komið neitt um forkeppnina hérna heima erum við hér strax farin að undirbúa áhugamálið fyrir keppnina. Því vil ég benda þeim sem eru snemma í því eins og ég á http://www.eurovisionfamily.tv/ sem er síða fyrir áhugamenn að vegum keppninnar. Þar getur þú fundið aðra áhugamenn og lesið eða skrifað blogg. Auk þess rakst ég á samansafn af aðdáendasíðum á netinu. Hana er að finna hér! Svo er um að gera að vera virkur á áhugamálinu! ;)

Nýjar upplýsingar & fréttir um Eurovision 2012 (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 13 árum, 1 mánuði
Fyrst og fremst eru komnar dagsetningar á keppnirnar. Forkeppnirnar eru 22. og 24. maí og úrslitin eru 26. maí. *** Ákveðið hefur verið á fundi hjá EBU að sala á miðum á Eurovision mun ekki byrja fyrr en á næsta ári, *** Því miður hefur ekki enn verið valin staðsetning fyri söngvakeppnina en þegar þær upplýsingar koma munu þær rata strax hingað inn. *** Tilkynnt var 3. október að Eurovision var vann þýsku sjónvarpsverlaunin sem afhent voru í Cologne, Þýskalandi. *** Met var sett í...

Undirbúningur fyrir forkeppni Eurovision 2012 hjá RÚV (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 13 árum, 1 mánuði
Nú þegar er byrjað að undirbúa næsta ár í Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. Í ár ætlar RÚV að fá bestu listamenn til þess að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012. Hlustendur Rásar 2 hafa tilnefnt 30 tónlistarmenn, flytjendur og lagahöfunda sem þeir vilja helst fá í keppnina og nú getur þú valið þér þrjá tónlistarmenn sem þú vilt hafa í keppninni hér! Bætt við 9. október 2011 - 02:54 Kostningu hefur nú verið lokað.

Lögin sem komust áfram í seinni riðlinum (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Lögin sem komust áfram í seinni riðlinum eru… Eistland Rúmenía Moldavía Írland Bosnía og Hersegóvína Danmörk Austurríki Úkraína Slóvenía Svíþjóð

Snjallsímadagbók vina Sjonna (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Vinir Sjonna hafa opnað í samstarfi við Símann snjallsímadagbók þar sem þeir videoblogga daglega. Myndbandið þeirra kemur inn í Eurovision 2011 kubbnum daglega en einnig er hægt að skoða dagbókina hér!

Bannerkeppni (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Það hefur verið ákveðið að við ætlum að halda bannerkeppni hér á /söngvakeppnir. Það sem þarf til að taka þátt er að senda inn er að standast eftirfarandi kröfur: - Bannerinn þarf að vera í stærðinni 629x107. - Bannerinn þarf að vera í .png skráargerð. - Bannerinn þarf að tengjast áhugamálinu en hver notandi má senda inn eins marga og þú vilt. - Bannerinn/banneranir þurfa að skilast inn á myndakubbinn. Svo skora ég á alla að taka þátt!

Eurovision búðin (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Eurovision búðin er komin á netið og er hana að finna hér! Þar er að finna boli, trefla, töskur, barmerki og fleira. Flýtileiðir á vörur: Ýttu hér til að kaupa Eurovision 2011 diskinn (sem cd) á netinu. Ýttu hér til að kaupa Eurovision 2011 diskinn (á mp3) rafrænt. Ýttu hér til að kaupa Eurovision 2011 dvd diskinn. Ýttu hér til að kaupa Eurovision 2011 bókina. Ég vona að þetta muni gagnast ykkur! ;)

Nýr stjórnandi og breytingar á áhugamálinu (1 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Komið þið sæl, Ég er nýráðinn stjórnandi á /söngvakeppnir. Á þessri hálfri viku sem ég hef verið stjórnadi hef ég tekið áhugamálið í gegn. Nú senn líður að Eurovision og ætla ég að vera með virkar umræður, reglulegar kannanir og fleira. Auk þess er nýr kubbur “Eurovision gullmolar” sem er að finna undir “greinar” kubbnum eða í valmyndinni þar sem sett eru inn eftirminnileg Eurovisionlög. Að lokum vona ég að ykkur líki breytingarnar! E.s. ef þið hafið einhverjar ábendinar eða hugmyndir þá er...

Nýr stjórnandi (2 álit)

í Popptónlist fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Sælir Hugarar! Hafþór heiti ég og er nýi stjórnandinn /popptónlist. Ég þakka ZiRiuS fyrir að hafa treyst mér til að reyna að lífga þetta áhugamál aðeins upp.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok