Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Lind
Lind Notandi frá fornöld 2 stig

Re: Besti vinurinn

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég er líka 20 ára og hef svipaða sögu að segja af foreldrum mínum. Ég sagðist alltaf ætla að eignast hund þegar að ég færi að heiman. Ég er búin að vera að heiman í eitt og hálft ár og ég á tvo hunda.

Re: Fá sér annan hund?

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Mér finnst ekki sérstaklega gaman að vera kallaður lygari. Ég er alveg viss um að það koma fullt af heilbrigðum hundum frá Dalsmynni enda ekki skrýtið þar sem að þar er got á viku. Ég fékk hundinn minn síðast liðinn apríl. Ég fékk mér chihuahua því að mér langaði í lítinn hund en vissi ekkert í raun um tegundina. hundurinn var 4.5 mánaða og svona leit hann út: hann var 2500 gr og með rosalega skúffu og annað eyrað var ekki komið upp. Ásta sagði að hann myndi ekki stækka meira (hann er orðinn...

Re: Fá sér annan hund?

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Alveg sammála. Ekki fá þér hund þaðan það væru stór mistök allavikna ekki nema þú ert tilbúin að gera góðverk og bjarga litlum hundi. Ég á einn hund þaðan og annan frá hundaræktunarfélaginu sem eru af sömu tegund. Munurinn er svo mikill á hundunum að það er ótrúlegt. Ef að þú vilt hund til að keppa með og er heilbrigður bæði andlega og líkamlega þá skaltu ekki fara nálægt Dalsmynni. Ég tala af reynslu.

Re: chihuahua

í Hundar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég á chihuahua sem er 9 mánaða. Ég fékk hann þegar hann var 4 mánaða og hann var ekki orðinn húsvanur þá. Þegar chihuahua eru hvolpar þurfa þeir endalaust að fara á klósettið og það er ekki hægt að fara með þá út á klukkutíma fresti (verum raunsæ). Sniðugt er því að kenna honum að fara á pappír þegar hann er inni en vera samt dugleg að fara með hann út. Þetta gerði ég við minn og í staðin fyrir að hann þurfi að vera í spreng alla nóttina þá fer hann á pappírinn sem að ég hendi bara daginn...

Re: Kattarhár

í Kettir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ætli kisan þín sé ekki bara svona hrædd við kanínun og er stressuð út af því ( bara smá uppástunga).

Re: Er þetta eðlilegt??

í Kettir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég á fress sem er alltaf að gera þetta. Dýralæknirinn sagði að þetta væri út af því að honum vantaði athygli og að hana væri öfundsjúkur út í hinar tvær kisurnar mínar, en þær eru tvær læður sem skilja hann alveg útundan. En þar sem að fressin minn er geldur þá held ég að hann sé bara svona kelinn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok