Nú er glatt á bæ, því raftónlistarmaðurinn Lime (þ.e.a.s. ég) er búinn að gefa frá sér sína fyrstu breiðskífu. Platan ber heitið “Skynminningar” og er til sölu í 12 tónum, Músík og meira (í kjallaranum undir þar sem Hljómalind var), Skífunni í Smáralind og brátt einnig í Þrumunni. Diskurinn er 65 mínútna langur og prýðir 18 lög. Ambient, IDM, Industrial/Noise, vottur af Drum & Bass og krydd af klassík er það sem heyra má ef “Skynminningar” er settur fóninn. Þrátt fyrir ýmis stefnuafbrigði...