Uppgötvaði það á barnsaldri, sökkti mér ofan í það, elskaði það, lifði með sögupersónunum og dag og nótt dreymdi mig um það að kunna að galdra. Svo varð ég fullorðin, komst að því að Ísfólkið flokkaðist ekki undir “alvöru” bókmenntir og reyndi af veikum mætti að afneita því. Gafst svo upp á því og viðurkenndi fyrir sjálfri mér að ég væri forfallin og les annað slagið eina og eina bók í laumi, faldar inni í mun menningarlegri doðröntum til að villa um fyrir fólki.