Í mörgum keppnum eru það alltaf einhverjir sem skera sig úr með t.d. öðruvísi tónlist, frjálslegu fasi, brjáluðu tónlistaratriði eða jafnvel fyrir að gera ekki neitt. En það eru þó einhverjir sem skera sig úr með frábærum söng og eftirminnilegu lagi. Það er ein söngkona sem situr fast í minni mínu af öllum söngvurunum sem ég hef aflað mér upplýsinga um. Ég man eftir að hafa hlustað á lagið hennar aftur og aftur og aftur þegar ég var 11 ára gömul, sem var í gömlum eurovision-safndiski frá...