Plötusnúðurinn Billy Nasty kemur til landsins laugardaginn 7. febrúar næstkomandi og spilar á Gauknum á Elektrolux-kvöldi, sem eru byrjuð aftur eftir hálfs árs hlé. Billy Nasty er einn af þekktustu techno/electro plötusnúðum heimsins. Hann hefur verið plötusnúður í 14 ár. Hann var einn af forvígismönnum progressive-hús stefnunnar árunum 1991-1994 og spilaði á öllum helstu stöðum Englands á þeim tíma eins og t.d Open All Hours, Strutt, The Drum Club og The Final Frontier. Hann komst í...