Ringo Starr kom nú síðdegis til Keflavíkurflugvallar ásamt Oliviu Harrison, ekkju Georges Harrisons, en þau verða viðstödd þegar kveikt verður á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey í kvöld. Þau komu til landsins með Gulfstream einkaþotu sem lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir kl. 16. Við komuna til landsins sagðist Ringo hlakka til athafnarinnar í kvöld. heimild:www.mbl.is