“Þeir beita vissulega sérstökum aðferðumtil að „frelsa fólkið frá illu“, sendir unga menn út í stríð, þar sem þeir slátra fólki og er sjálfum slátrað. Sprengjum hefur rignt yfir Írak, borgir voru jafnaðar við jörðu, borgurum slátrað eða þeir handteknir án þess að neitt haldbært sé hægt að bera á þá, almenningur sætir kúgun, fangar eru pyntaðir og látnir dúsa um „óákveðinn tíma“ í dýflissum án dóms og laga, heilbrigðisþjónusta og vatnskerfi eru í lamasessi og sjálfsmorðsárásum fjölgar í...